Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir klár eftir landsleikina
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic missti í gær af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla. Miðvörðurinn er mikilvægur hlekkur í liði Breiðabliks en hefur ekki getað spilað eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Fram.

Gegn KA í gær vantaði einnig Andra Rafn Yeoman sem fékk höfuðhögg í leiknum gegn ÍA fyrir rúmri viku síðan og þurfti að sauma tíu spör í vör hans eftir höggið.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, býst við því að Damir verði klár í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Það er leikur gegn HK um aðra helgi.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Staðan á þeim er ágæt. Damir er allur að koma til, núna kemur smá pása og hann verður vonandi klár í hóp í næsta leik."

„Andri er ennþá með sauma í vörinni sem hann þarf að losna við og svo er hann bara klár,"
sagði þjálfarinn.
Dóri Árna sáttur með tvö bónusstig: Þeir báðu um víti svona 28 sinnum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner