Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mán 26. ágúst 2024 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að sauma tíu spor í vör Andra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman fór af velli seint í leik Breiðabliks gegn ÍA í gærkvöldi. Blikar voru í leit að sigurmarkinu í leiknum og tókst gestunum úr Kópavogi að taka öll stigin með sér af Skaganum með því að koma inn einu marki í blálokin.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

Breiðablik lenti undir í leiknum en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði leikinn á 82. mínútu. Eftir markið tók ÍA miðju og átti Erik Sandberg langa sendingu upp vinstri kant ÍA. Þar lenti Andri Rafn Yeoman í samstuði við Viktor Jónsson sem var með hendurnar úti og fór önnur höndin í andlit Andra. Andri lá eftir og Viktor fékk gult spjald.

Andri gat ekki haldið leik áfram, það myndaðist ansi myndarleg hola í vörinni sem þurfti að loka.

„Það voru saumuð tíu spor í vörina á Andra. Hann fékk aðeins höfuðhögg, en engin einkenni eftir það í dag eða neitt svoleiðis. Hann hvílir í dag út af saumunum. Hann þarf að losna við þá áður en hann byrjar að spila," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag. Hann sagði að Andri væri tæpur fyrir næsta leik gegn KA.

Andri er að upplagi miðjumaður en hefur síðustu tímabil spilaði talsvert í bakverði og hefur í síðustu leikjum Breiðabliks spilað í hægri bakverði. Hann er 32 ára og er leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks með 430 KSÍ leiki skráða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner