Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 02. september 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Heimild: blikar.is 
Var á lista hjá Brighton - Samdi við Blika í vetur og skorar alltaf þegar hann spilar
Er hér í baráttunni við Hallgrím Mar í leiknum í gær.
Er hér í baráttunni við Hallgrím Mar í leiknum í gær.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Obbekjær hefur í sumar verið þriðji miðvörður Breiðabliks á eftir þeim Damir Muminovic og Viktori Erni Margeyrssyni. Daninn byrjaði í gær sinn fjórða deildarleik í sumar og hefur alls komið við sögu í sjö deildarleikjum. Obbekjær hefur verið í liðinu í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla Damirs.

Hann er 22 ára og skrifaði undir samning sem gildir út næsta tímabil. Hann hefur sýnt það að hann er einstaklega markheppinn því í gær skoraði hann sitt þriðja mark í sumar. Mörkin væru fjögur í fjórum byrjunarliðsleikjum ef markið hans á Akranesi fyrir átta dögum síðan hefði fengið að standa.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

Hann er hávaxinn sem hjálpar til við að komast í boltann í fyrirgjöfum, en hann er einnig naskur að þefa uppi hvar lausu boltarnir lenda, eins og hann sýndi í gær þegar hann var fyrstur á frákastið eftir aukaspyrnu Kristins Jónssonar.

Hann á reyndar talsverða sök í öðru marka KA í leiknum þegar hann missti boltann á stórhættilegum stað við eigin vítateig. Honum til eilítillar varnar þá fékk hann boltann með bakið í völlinn og fékk mikla pressu á sig, en hann hefði auðvitað átt að gera betur.

Úr viðtali við Halldór Árnason í síðustu viku:
Þegar þú ert með leikmann sem skorar í hverjum leik, af hverju spilar hann ekki alltaf?

„Ef hafsentar væru bara dæmdir af mörkum skoruðum hjá sér þá væri það svolítið skrítið. En hann er auðvitað stór og góður í föstum leikatriðum, bæði sóknar- og varnarlega. Markið gegn Fylki var auðvelt en markið gegn Vestra var geggjað. Markið í gær var svo mjög vel gert hjá honum, fann pláss á fjærstönginni. Það sést mjög vel í spiideo upptöku að markið í gær var löglegt. Hann þefar færin uppi sem er vel gert hjá honum."

Í umfjöllun blikar.is þegar Obbekjær samdi við Breiðablik kom fram að hann hafði árið 2020 farið til reynslu til enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton. Ári síðar fór hann svo til SPAL á Ítalíu á lán, lék í Kanada í hálft tímabil og sumarið 2022 samdi hann svo við 07 Vestur í Færeyjum og var þar í eitt og hálft tímabil áður en hann kom í Breiðablik.

Í Færeyjum skoraði hann sex mörk í í deildinni og eitt í bikarnum í 48 leikjum, mark í áttunda hverjum leik. Obbekjær er uppalinn hjá OB í Danmörku og lék á sínum tíma 19 leiki fyrir yngri landslið Danmerkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner