Raheem Sterling gekk í raðir Arsenal frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku. Um lánssamning er að ræða en Arsenal mun borga helming launa Sterling.
Sterling var ekki í plönum Chelsea og félagið vann mikið í því að reyna að losna við hann áður en það tókst.
Independent segir frá því að tvö önnur félög hafi hafnað því að fá Sterling áður en Arsenal ákvað að taka hann.
Félögin eru nefnd en þau eru West Ham og Crystal Palace.
Sterling, sem er 29 ára, átti ekki góðan tíma hjá Chelsea en hann fær núna tækifæri á nýju upphafi hjá Arsenal.
Athugasemdir