Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 02. október 2021 14:48
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Við ætlum í Laugardalinn og vinna bikar
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn ÍA mæta ferskir á Laugardalsvöllinn
Stuðningsmenn ÍA mæta ferskir á Laugardalsvöllinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna, var í skýjunum með að koma liðinu í bikarúrslit eftir 2-0 sigurinn á Keflavík á Norðurálsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  0 Keflavík

Skagamenn gerðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði mörkin. Liðið var með vindinn með sér í fyrri og náði svo að halda fengnum hlut í þeim síðari.

ÍA mætir Víkingum eða Vestra í úrslitum en þetta verður fyrsti úrslitaleikur liðsins síðan árið 2003 er liðið vann FH, 1-0.

„Þetta gekk nákvæmlega upp eins og við vildum og lögðum upp. Við ætluðum að vera aggresífir í byrjun leiks og keyra vel á þá. Gummi Tyrfings og Gísli Laxdal voru gjörsamlega geggjaðir, Viktor pressaði vel fyrir okkur og Ísak og Steinar á miðjunni. Sóknarlega vorum við mjög flottir í fyrri hálfleiknum."

„Við náðum að setja þessi tvö mörk. Við fórum passífari inn í seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum gjörsamlega sturluð og gaman að sjá gæðin í þessum strákum. Viljinn, vinnusemin og karakterinn líka, er gríðarlega stoltur af þessum strákum."


„Æðislegt fyrir stuðningsmennina okkar og við gleðjumst yfir því saman að vera að fara inn í bikarúrslit. Þetta var geggjaður dagur, geggjaður dagur í Keflavík um daginn, geggjaður dagur á móti Fylki og nú erum við komin í bikarúrslit og við getum glaðst saman yfir þessu. Þetta verður geggjaður dagur fyrir okkur að fara í Laugardalinn."

„Það væri gaman að spila við félaga minn, Jón Þór, og þá í Vestra, það væri geggjað. Bikarúrslit eru alltaf bikarúrslit. Það verður gríðarlega erfiður leikur en ég er búin að segja það áður að við erum ekkert að koma okkur í gegnum undanúrslitin til að vera sáttir með það. Við ætlum í Laugardalinn og vinna bikar, það er það sem við ætlum að gera,"
sagði Jói Kalli í lokin.
Athugasemdir
banner