Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 02. október 2021 14:48
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Við ætlum í Laugardalinn og vinna bikar
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn ÍA mæta ferskir á Laugardalsvöllinn
Stuðningsmenn ÍA mæta ferskir á Laugardalsvöllinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna, var í skýjunum með að koma liðinu í bikarúrslit eftir 2-0 sigurinn á Keflavík á Norðurálsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  0 Keflavík

Skagamenn gerðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði mörkin. Liðið var með vindinn með sér í fyrri og náði svo að halda fengnum hlut í þeim síðari.

ÍA mætir Víkingum eða Vestra í úrslitum en þetta verður fyrsti úrslitaleikur liðsins síðan árið 2003 er liðið vann FH, 1-0.

„Þetta gekk nákvæmlega upp eins og við vildum og lögðum upp. Við ætluðum að vera aggresífir í byrjun leiks og keyra vel á þá. Gummi Tyrfings og Gísli Laxdal voru gjörsamlega geggjaðir, Viktor pressaði vel fyrir okkur og Ísak og Steinar á miðjunni. Sóknarlega vorum við mjög flottir í fyrri hálfleiknum."

„Við náðum að setja þessi tvö mörk. Við fórum passífari inn í seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum gjörsamlega sturluð og gaman að sjá gæðin í þessum strákum. Viljinn, vinnusemin og karakterinn líka, er gríðarlega stoltur af þessum strákum."


„Æðislegt fyrir stuðningsmennina okkar og við gleðjumst yfir því saman að vera að fara inn í bikarúrslit. Þetta var geggjaður dagur, geggjaður dagur í Keflavík um daginn, geggjaður dagur á móti Fylki og nú erum við komin í bikarúrslit og við getum glaðst saman yfir þessu. Þetta verður geggjaður dagur fyrir okkur að fara í Laugardalinn."

„Það væri gaman að spila við félaga minn, Jón Þór, og þá í Vestra, það væri geggjað. Bikarúrslit eru alltaf bikarúrslit. Það verður gríðarlega erfiður leikur en ég er búin að segja það áður að við erum ekkert að koma okkur í gegnum undanúrslitin til að vera sáttir með það. Við ætlum í Laugardalinn og vinna bikar, það er það sem við ætlum að gera,"
sagði Jói Kalli í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner