Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 02. október 2023 11:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elmar fengið fyrirspurnir en KR í forgangi - „Hér vil ég helst vera"
watermark Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Elmar Bjarnason er að verða samningslaus eftir tímabilið en hann býst við því að vera áfram í Vesturbænum.

Það hafa verið sögusagnir á kreiki að hann sé mögulega á förum, en hann sagði í samtali við Fótbolta.net gæri að það væri líklegt að hann yrði áfram í Vesturbænum.

„Þessu miðar öllu áfram, þetta skýrist sennilega á næstu dögum," sagði Elmar en þegar hann var spurður að því hvort það væru góðar líkur á því að hann yrði áfram í KR, þá sagði hann:

„Já, það eru góðar líkur á því."

Honum líður vel í Vesturbænum, á heimaslóðum. „Ég er fæddur og uppalinn hérna í Vesturbænum. Hér vil ég helst vera."

Hann viðurkennir að hafa heyrt af áhuga annarra félaga. „Það hafa verið einhverjar fyrirspurnir, en eins og ég segi þá er KR í forgangi. Við sjáum hvað gerist."

Hann segir að það skipti máli fyrir sig hver taki við KR fyrir næsta tímabil. „Já, auðvitað. Maður vill fá einhver framtíðarplön og annað. Þetta kemur bara í ljós."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner