Gylfi Þór Sigurðsson verður utan hóps hjá Lyngby þegar liðið mætir OB í dönsku úrvalsdeildinni síðar í dag.
Gylfi sneri til baka eftir tveggja ára fjarveru er Lyngby mætti Vejle á dögunum.
Fram kemur á heimasíðu Lyngby að Gylfi sé að glíma við smávægileg meiðsli sem halda honum frá vellinum.
Gylfi var heldur ekki í hóp í síðasta leik sem var bikarleikur gegn HB Köge.
Það verður að teljast afar ólíklegt að Gylfi muni snúa aftur í A-landsliðshópinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Liechtenstein núna í október, en það verður að koma í ljós.
Hópurinn fyrir þá tvo leiki verður tilkynntur á miðvikudaginn.
Athugasemdir