Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 02. október 2023 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag: Antony kemur til greina
Brasilíski kantmaðurinn Antony kemur til greina í leikmannahóp Manchester United fyrir leikinn gegn Galatasaray í Meistaradeildinni á morgun.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hefurs staðfest þessi tíðindi. „Antony kemur til greina. Hann byrjaði að æfa aftur með liðinu í gær. Við eigum eftir að taka ákvörðun."

Antony er til rannsóknar hjá brasilískum og breskum yfirvöldum vegna meints ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu sinnar, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur stigu svo fram og sökuðu hann um ofbeldi í sinn garð.

Manchester United sendi Antony í leyfi út af rannsókninni en hann er núna mættur aftur úr leyfi þrátt fyrir að rannsókn sé enn í gangi.

Antony neitar allri sök í málinu en hann gæti spilað á morgun.
Athugasemdir
banner
banner