Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar Havertz í hástert - „Einn af okkar aðalmönnum"
Havertz fagnar marki sínu í gær.
Havertz fagnar marki sínu í gær.
Mynd: EPA
Þýski sóknarmaðurinn Kai Havertz átti stórgóðan leik í gær þegar Arsenal vann þægilegan sigur gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu.

Havertz kom Arsenal á bragðið með góðum skalla og átti prýðisgóðan leik. Hann hefur farið vel af stað á þessu tímabili.

„Hann hefur verið ótrúlegur," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hress eftir leikinn.

„Fótboltaheilinn hans, hvernig hann skilur svæði, tímasetningar hans, hann tengir fólk saman. Vinnumframlagið hans er líka ótrúlegt og það er mikil hætta í kringum hann í teignum."

„Hann er einn af okkar aðalmönnum í augnablikinu."
Athugasemdir
banner
banner