Erik ten Hag, stjóri Man Utd, ræddi við Sky Sports á mánudag og var viðtalið við hann birt í dag. Hann var þar spurður út í stöðu United í dag og framtíðina.
Hollendingurinn er staðfastur á því að United muni leysa sín vandamál og gera gott úr tímabilinu. Liðið tapaði 0-3 gegn Tottenham á sunnudag og framundan er Evrópudeildarleikur gegn Porto á morgun. Á sunnudag er svo leikur gegn Aston Villa sem er síðasti leikur fyrir landsleikjahlé.
Hollendingurinn er staðfastur á því að United muni leysa sín vandamál og gera gott úr tímabilinu. Liðið tapaði 0-3 gegn Tottenham á sunnudag og framundan er Evrópudeildarleikur gegn Porto á morgun. Á sunnudag er svo leikur gegn Aston Villa sem er síðasti leikur fyrir landsleikjahlé.
„Við munum gera gott úr þessu tímabili."
„Það er ekkert auðvelt, en það er ekkert fyrir mig að örvænta um. Við getum leyst okkar vandamál, þetta lið getur komið sér úr þessari stöðu."
Hann var spurður hvort hann haldi að hann verði enn í þessu starfi ef næstu tveir leikir fara illa. „Ég er ekki að hugsa um það, ég er ekki kvíðinn."
„Við sköpuðum samheldni í sumar, milli mín, eigendanna og þeim sem stjórna. Við gerðum samkomulag og allir standa á bakvið það. Við vitum að stefnan er að taka inn unga leikmenn."
„Þeir vissu í maí að á öllum sex tímabilum mínum hafa alltaf komið titlar og það er það sem við stefnum á," sagði Ten Hag.
Hann mun ræða meira við fjölmiðla seinna í dag þegar blaðamannafundur fyrir leikinn gegn Porto verður haldinn.
Athugasemdir