Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 23. október 2025 08:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo
Powerade
Manchester United hefur enn áhuga á þýska varnartengiliðnum Angelo Stiller.
Manchester United hefur enn áhuga á þýska varnartengiliðnum Angelo Stiller.
Mynd: EPA
Anderson fór frá Newcastle til Forest á síðasta ári.
Anderson fór frá Newcastle til Forest á síðasta ári.
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta.
Jean-Philippe Mateta.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það hafa fjölmargir verið orðaðir við Manchester United að undanförnu, Liverpool hefur áhuga á sóknarmanni Bournemouth og Newcastle vill endurheimta leikmann frá Forest. Velkomin í slúðurpakkann.

Manchester United hefur enn áhuga á þýska varnartengiliðnum Angelo Stiller (24) en búist er við að verðmiði Stuttgart sé yfir 50 milljónum evra. Stiller á fimm landsleiki fyrir Þýskaland. (Sky Sports Þýskalandi)

Conor Gallagher (25), miðjumaður Atletico Madrid, er einnig á blaði hjá Manchester United sem gæti fengið hann í stað Kobbie Mainoo (20). (Football Insider)

Enski miðvörðurinn Harry Maguire (32) gæti yfirgefið Manchester United á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Honum hefur ekki enn verið boðinn nýr samningur. (Mail)

Liverpool er með augu á Antoine Semenyo (25), sóknarmanni Bournemouth, og íhugar að gera tilboð í janúar. (Goal)

Newcastle United hefur skoðað möguleika á að fá Elliot Anderson (22) aftur til félagsins frá Nottingham Forest. (i Paper)

Max Eberl íþróttastjóri Bayern München segir að franski vængmaðurinn Michael Olise (23) sé ekki með riftunarákvæði í samningi sínum en hann gildir til 2029. Mörg félög hafa áhuga á Olise. (TalkSport)

Aston Villa og Newcastle United eru meðal félaga sem hafa áhuga á spænska sóknarmanninum Samu Aghehowa (21) hjá Porto. Hann var sterklega orðaður við Chelsea. (A Bola)

Enski varnarmaðurinn Fikayo Tomori (27) er í viðræðum við AC Milan um nýjan samning. Hann vill ekki yfirgefa ítalska félagið. (Fabrizio Romano)

Franski sóknarmaðurinn Jean-Philippe Mateta (28) er sagður vilja yfirgefa Crystal Palace og er orðaður við Manchester United, Newcastle United og Tottenham. (Caught Offside)

West Ham vill fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee (24) og gæti reynt að fá hann á lánssamningi frá Manchester United í janúar. (i Paper)

Borussia Dortmund gæti lánað enska miðjumanninn Jobe Bellingham (20), sem félagið keypti frá Sunderland, í janúarglugganum. (Football Insider)

Enski sóknarmiðjumaðurinn Samuel Alker (16) hefur samþykkt að gera atvinnumannasamning við Leeds United þegar hann verður 17 ára í mars. Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen hafa sýnt honum áhuga. (Mail)
Athugasemdir
banner