Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   fim 23. október 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Sean Dyche mættur aftur á hliðarlínuna og Brann fær Rangers í heimsókn
Sean Dyche mun stýra Forest í fyrsta sinn
Sean Dyche mun stýra Forest í fyrsta sinn
Mynd: Nottingham Forest
Lærisveinar Freys Alexanderssonar mæta skoska stórliðinu Rangers
Lærisveinar Freys Alexanderssonar mæta skoska stórliðinu Rangers
Mynd: EPA
Þriðja umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld og má þar finna marga áhugaverða leiki.

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann taka á móti skoska stórliðinu Rangers. Skotarnir eru komnir með nýjan stjóra en það er Danny Röhl sem var áður stjóri Sheffield Wednesday.

Hann mun þreyta frumraun sína gegn Brann, en þeir Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon leika báðir með norska liðinu, en Sævar Atli verður þó ekki með vegna meiðsla.

Aston Villa heimsækir Go Ahead Eagles til Hollands og þá mun Sverrir Ingi Ingason og hans menn í Panathinaikos spila við Feyenoord í Rotterdam.

Sean Dyche mun stýra Nottingham Forest í fyrsta sinn er liðið tekur á móti Porto á City Ground-leikvanginum. Hann tók við af Ange Postecoglou á dögunum.

Danska liðið Midtjylland mætir Maccabi Tel Aviv frá Ísrael. Elías Rafn Ólafsson verður líklegast í markinu, en hann hefur verið gríðarlega öflugur með liðinu á þessari leiktíð.

Hákon Arnar Haraldsson og Lille mæta PAOK frá Grikklandi og þá spilar Íslendingalið Malmö við Dinamo Zagreb. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson eru á mála hjá Malmö.

Þá heimsækir Utrecht þýska liðið Freiburg. Kolbeinn Birgir Finnsson er samningsbundinn Utrecht en aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu.

Leikir dagsins:
16:45 Fenerbahce - Stuttgart
16:45 SK Brann - Rangers
16:45 Go Ahead Eagles - Aston Villa
16:45 Genk - Betis
16:45 Feyenoord - Panathinaikos
16:45 Salzburg - Ferencvaros
16:45 Lyon - Basel
16:45 Braga - Rauða stjarnan
16:45 Steaua - Bologna
19:00 Celta - Nice
19:00 Young Boys - Ludogorets
19:00 Celtic - Sturm
19:00 Roma - Plzen
19:00 Nott. Forest - Porto
19:00 Maccabi Tel Aviv - Midtjylland
19:00 Lille - PAOK
19:00 Malmö - Dinamo Zagreb
19:00 Freiburg - Utrecht
Evrópudeild UEFA
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir