Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur TNT Sports yfir Meistaradeildarleik Chelsea og Ajax. Með honum var Joe Cole, hans fyrrum samherji hjá Chelsea.
Cole birti mynd af þeim félögum á Instagram og þar sem hann sagði frábært að hafa verið með Eiði Smára í settinu, hann hafi verið vanur því að rífa upp andrúmsloftið á heimavelli Chelsea.
„Hinn upprunalegi 'Ísmaður' á Stamford Bridge," skrifaði Cole meðal annars á Instagram. - Eiður Smári lék á ferlinum alls 333 leiki fyrir ensk lið þar af 263 þeirra fyrir Chelsea frá 2000 til 2006.
Cole birti mynd af þeim félögum á Instagram og þar sem hann sagði frábært að hafa verið með Eiði Smára í settinu, hann hafi verið vanur því að rífa upp andrúmsloftið á heimavelli Chelsea.
„Hinn upprunalegi 'Ísmaður' á Stamford Bridge," skrifaði Cole meðal annars á Instagram. - Eiður Smári lék á ferlinum alls 333 leiki fyrir ensk lið þar af 263 þeirra fyrir Chelsea frá 2000 til 2006.
Eiður gríðarlega hrifinn af Caicedo
Chelsea rúllaði léttilega yfir Ajax 5-1 og í umfjöllun um leikinn hrósaði Eiður Smári miðjumanninum Moises Caicedo í hástert.
„Leikmenn sem spila þessa stöðu og láta leikinn líta út fyrir að vera auðveldur eru venjulega bestu leikmennirnir. Hann er ekki bara einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar heldur er með hæfileika til að vera besti miðjumaður sinna kynslóðar," sagði Eiður.
"He's got the potential to be the best midfielder!"
— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 22, 2025
Eidur Gudjohnsen and Joe Cole full of praise for Moisés Caicedo’s performances ????@tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/I2U2qk4ysR
Athugasemdir