Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
laugardagur 25. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
fimmtudagur 4. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
Breiðablik - KuPS - 16:45
Hacken - Vallecano - 16:45
Rijeka - Sparta Prag - 16:45
Strasbourg - Jagiellonia - 16:45
Rapid - Fiorentina - 16:45
Shkendija - Shelbourne - 16:45
Shakhtar D - Legia - 16:45
Drita FC - Omonia - 16:45
AZ - Slovan - 16:45
Lincoln - Lech - 19:00
Olomouc - Rakow - 19:00
Universitatea Craiova - Noah - 19:00
Samsunspor - Dynamo K. - 19:00
Mainz - Zrinjski - 19:00
Hamrun Spartans - Lausanne - 19:00
Crystal Palace - AEK Larnaca - 19:00
Shamrock - Celje - 19:00
AEK - Aberdeen - 16:45
Evrópudeildin
Fenerbahce - Stuttgart - 16:45
SK Brann - Rangers - 16:45
Go Ahead Eagles - Aston Villa - 16:45
Genk - Betis - 16:45
Feyenoord - Panathinaikos - 14:30
Salzburg - Ferencvaros - 16:45
Lyon - Basel - 16:45
Braga - Rauða stjarnan - 16:45
Steaua - Bologna - 16:45
Celta - Nice - 19:00
Young Boys - Ludogorets - 19:00
Celtic - Sturm - 19:00
Roma - Plzen - 19:00
Nott. Forest - Porto - 19:00
Maccabi Tel Aviv - Midtjylland - 19:00
Lille - PAOK - 19:00
Malmö - Dinamo Zagreb - 19:00
Freiburg - Utrecht - 19:00
Vináttuleikur
Uruguay U-18 0 - 0 Colombia U-17
fim 23.okt 2025 10:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Fimm bestu miðjumenn Bestu: Þrír efstu úr sama liði

Fótbolti.net hefur sett saman nokkrar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu leikmennina í mismunandi stöðum í Bestu deildinni. Núna er komið að því að útnefna fimm bestu miðjumennina samkvæmt álitsgjöfum.

Einstaklingarnir í dómnefndunum eru vel valdir einstaklingar sem eru annað hvort að spila eða hafa spilað þá stöðu sem þeir voru beðnir um að setja saman lista úr. Þeir voru einfaldlega beðnir um að velja þá sem þeim finnst bestir heilt yfir - ekkert endilega bara á þessu tímabili þó það skipti auðvitað máli í valinu. Í þessu vali máttu þeir velja sexur (djúpa miðjumenn), áttur og tíur (sóknartengiliði).

Þetta er þriðja árið í röð sem við tökum saman þessa lista en í ár verða þeir fleiri þar sem við bætum við tveimur stöðum - bakverðir og kantmenn en síðustu tvö ár voru leikmenn í þessum stöðum innifaldir í lista fyrir varnarmenn og sóknarmenn.

Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur er fyrirliði Blika.
Höskuldur er fyrirliði Blika.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin hefur spilað mjög vel með Stjörnunni í sumar.
Guðmundur Baldvin hefur spilað mjög vel með Stjörnunni í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Passaði frábærlega inn í lið Víkinga í sumar.
Passaði frábærlega inn í lið Víkinga í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar gerir sterkt tilkall í að vera besti leikmaður Íslandsmótsins.
Valdimar gerir sterkt tilkall í að vera besti leikmaður Íslandsmótsins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar faðmar hér Gylfa.
Valdimar faðmar hér Gylfa.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi er annað árið í röð kosinn besti miðjumaður deildarinnar.
Gylfi er annað árið í röð kosinn besti miðjumaður deildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumannadómnefndina skipuðu: Baldur Sigurðsson (fyrrum miðjumaður KR, Stjörnunnar og fleiri félaga), Gísli Eyjólfsson (miðjumaður Halmstad í Svíþjóð), Gísli Gottskálk Þórðarson (miðjumaður Lech Poznan í Póllandi), Guðjón Pétur Lýðsson (þjálfari Hauka og fyrrum miðjumaður í efstu deild), Róbert Frosti Þorkelsson (miðjumaður GAIS í Svíþjóð), Sigurbjörn Hreiðarsson (fyrrum miðjumaður Vals) og Vigfús Arnar Jósefsson (fyrrum miðjumaður Leiknis og KR).

Sjá einnig:

5. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur var besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra þegar Breiðablik varð meistari en hann hefur ekki fundið sig nægilega vel á þessu tímabili. Hann byrjaði það ágætlega en hefur svo ekki tekist að finna neitt rosalega mikinn takt, kannski eins og allt Blikaliðið bara.

Fyrirliði Blikaliðsins á samt klárlega heima á þessum lista þar sem hann er án efa einn af bestu miðjumönnum deildarinnar. Hann er gríðarlega góður á boltann og með frábærar hreyfingar. Hann er jafnramt mikill leiðtogi sem getur einnig leyst það vel að spila í bakverðinum.

4. Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Guðmundur Baldvin hefur tekið jákvæð skref með Stjörnunni í sumar og verið einn þeirra besti leikmaður. Guðmundur er uppalinn hjá Stjörnunni en fór til Mjällby í Svíþjóð árið 2023. Hann komst ekki almennilega í gegn þar og sneri aftur í Stjörnuna í fyrra. Í sumar hefur hann svo sýnt það að hann er einn besti miðjumaður deildarinnar.

„Held það sé mjög erfitt að rögstyðja það. Hann er búin að vera einn besti miðjumaðurinn í deildinni í allt sumar," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, þegar hann var spurður út í fjarveru Guðmundar í U21 landsliðinu fyrr í þessum mánuði.

3. Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
Passaði eins og flís við rass við lið Víkings eftir að hann skipti þangað yfir frá KA síðastaliðinn vetur. Daníel sýndi það strax að hann ætti heima í jafn öflugu liði þegar hann spilaði virkilega vel með Víkingum gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni.

„Hann er ógeðslega góður. Ég vissi að hann væri góður í fótbolta en hann er betri en ég hélt," sagði Halldór Smári Sigurðsson, fyrrum leikmaður Víkinga, um Daníel þegar hann ræddi við Fótbolta.net fyrir tímabilið. Akureyringurinn fann sig vel á miðju Víkinga í sumar og gæti farið að horfa í það að komast aftur út í atvinnumennsku fljótlega.

2. Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Valdimar kemur sterklega til greina sem besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar en hann hefur átt mjög gott tímabil. Hann var mest skapandi leikmaður Víkings framan af og hefur bætt við sig mörkum síðustu mánuði mótsins.



Valdimar vildi fara frá Víkingi í sumarglugganum og hafnaði Fossvogsfélagið tilraunum Vals til að fá hann yfir. Slúðrið segir að Valdimar vilji fra aftur út, en hann kom í Víking fyrir tímabilið 2024 eftir að hafa verið rúm þrjú ár í Noregi. „Það er ekkert ólíklegt að það komi tilboð, þetta er frábær leikmaður og hefur sýnt það. Hann er búinn að gera gríðarlega vel hjá okkur þannig mér finnst ekkert ólíklegt að það komi eitthvað tilboð í hann. Við skoðum það bara í sameiningu í rólegheitum," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, við Fótbolta.net á dögunum.

1. Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur R.)
Annað árið í röð er Gylfi Þór Sigurðsson á toppnum. Líklega besti landsliðsmaður sögunnar varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á dögunum þegar hann hjálpaði Víkingum að taka titilinn.

Gylfi gekk til liðs við Víking frá Val skömmu fyrir tímabil við mikið fjölmiðlafár, en hann vildi fara yfir í Víking til að vinna titilinn. Tímabilið byrjaði illa og Gylfi fékk sinn skerf af gagnrýni í upphafi tímabils. Stuðningsmenn Vals mættu til að mynda með borða tileinkaðan Gylfa sem á stóð: „Enginn skilaréttur!“

Undanfarna mánuði hefur Gylfi hins vegar fundið taktinn og þegar mest á reyndi hefur hann verið einn besti leikmaður Víkings og deildarinnar. „Gylfi sýndi á tímabilinu að hann langaði þetta virkilega og það fundu allir fyrir því og óumflýgjanlega eltu það allir," sagði Kári Árna á dögunum um Gylfa.

Gylfi, sem er 36 ára, hefur á ferlinum gert það stórkostlega að spila framarlega á miðjunni en hann fann sig mjög vel í sumar aðeins dýpra á vellinum. Þegar leið á tímabilið þá náðu tveir bestu leikmenn Víkinga, hann og Valdimar, að tikka saman og úr varð að Víkingur tók Íslandsmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner