Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, var langbesti maður vallarins er liðið kreisti út stig gegn Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Ítalinn var í essinu sínu í leiknum og varði mörg dauðafæri Mónakó-manna.
Án hans hefði Tottenham nokkuð örugglega tapað þessum leik og missti af mikilvægu stigi.
Vicario var þó ekki ánægður með heildarframmistöðu liðsins og segir að það sé margt sem má laga.
„Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Það er margt sem þarf að læra af þessum leik því gæðastaðallinn í Meistaradeildinni er mjög hár og getur það reynst mjög erfitt að veita einhverja samkeppni ef þú ert ekki með grunnatriðin á hreinu.“
„Allir af þeim sem spila þarna aftast eru Meistaradeildarleikmenn, þannig þetta snerist ekki um breytingar heldur um framlag, hugarfar og að við séum meðvitaðir um hættuna sem við þurfum að hafa í sumum stöðum. Mér fannst það vanta svolítið af því í leiknum.“
„Þetta er stig sem við verðum að taka, en erfitt stig því við þurftum að berjast og þjást. Ég verð líka að hrósa Mónakó sem voru betri en við,“ sagði Vicario.
Athugasemdir