Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 23. október 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Kane toppaði Messi og Ronaldo
Mynd: EPA
Harry Kane, framherji Bayern München, tókst að toppa þá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi með marki sínu í 4-0 sigrinum á Club Brugge í Meistaradeildinni í gær.

Englendingurinn er að eiga svakalega byrjun á tímabilinu en mark hans gegn Club Brugge var það tuttugasta á leiktíðinni.

Messi og Ronaldo eru tveir bestu leikmenn síðustu tuttugu ára og allra tíma. Tveir leikmenn sem hafa slegið flest met sem hægt er að telja upp, en Kane hefur náð áfanga sem þeir tveir náðu ekki.

Kane er að eiga bestu byrjun sögunnar en enginn leikmaður hefur verið eins fljótur og hann í tuttugu mörk. Það hefur tekið hann aðeins tólf leiki að ná þessu afreki.

Til samanburðar þá tók það Ronaldo 13 leiki til að skora 20 mörk á meðan Messi náði þrisvar sinnum að gera það í 17 leikjum.

Mögnuð tölfræði hjá Kane sem gæti slegið nokkur metin ef hann heldur áfram á sömu braut.

Hann hefur þá skorað í tíu leikjum í röð með Bayern og enska landsliðinu, en Haaland og Ronaldo eiga metið sem eru tólf leikir. Haaland er akkúrat núna í miðri öldu, en á þriðjudag skoraði hann tólfta leikinn í röð.


Athugasemdir
banner