Brasilíumaðurinn Estevao er yngsti markaskorari Chelsea í Meistaradeildinni, en metið var sett tvisvar í 5-1 sigri liðsins á Ajax í gærkvöldi.
Spænski framherjinn Marc Guiu var sá sem bætti metið á 18. mínútu leiksins.
Þessi 19 ára gamli leikmaður hélt ekki í metið lengi því undir lok fyrri hálfleiksins fiskaði Estevao vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni, en hann er einu ári yngri en Guiu.
Fullt af metum voru sett í þessari umferð. Viktor Bjarki Daðason varð þriðji yngsti leikmaðurinn til þess að skora í Meistaradeildinni er hann gerði annað mark FCK gegn Dortmund og þá skoraði Lennart Karl, 17 ára leikmaður Bayern München, fyrsta mark liðsins í 4-0 sigri á Club Brugge í gærkvöldi.
Viktor Bjarki er áfram þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni, en Karl, sem er fimm mánuðum eldri en Viktor, er í ellefta sæti á listanum yfir yngstu markaskorara keppninnar frá upphafi.
????????????? Marc Guiu becomes the youngest goalscorer ever in Chelsea history in the Champions League.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2025
Lennart Karl becomes the youngest goalscorer ever in Bayern history in the Champions League. pic.twitter.com/QuvAca4gvE
Athugasemdir