Önnur umferð í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar verður spiluð í dag og kvöld.
Ítalska liðið Fiorentina, með Albert Guðmundsson innanborðs, heimsækir Rapid Vín í Austurríki.
Tímabilið hjá Fiorentina hefur verið afleitt til þessa og liðið í bullandi fallbaráttu á Ítalíu, en það hefur verið öðruvísi bragur á liðinu í Sambandsdeildinni. Það getur tengt saman sigra þar þegar það mætir Rapid.
Kjartan Már Kjartansson og félagar hans í Aberdeen heimsækja AEK til Grikklands og þá fer Lech Poznan, lið Gísla Gottskálks Þórðarsonar til Gíbraltar þar sem liðið spilar við Lincoln Imps.
Logi Tómasson verður væntanlega í eldlínunni með Samsunspor sem tekur á móti Dynamo Kiev frá Úkraínu og þá mun Guðmundur Þórarinsson spila með Noah gegn Universitatea Craiova.
Ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace mæta kýpversku meisturunum í AEK Larnaca. Palace vann 2-0 sigur á Dynamo Kiev í fyrstu umferðinni.
Leikir dagsins:
16:45 Breiðablik - KuPS
16:45 Hacken - Vallecano
16:45 Rijeka - Sparta Prag
16:45 Strasbourg - Jagiellonia
16:45 Rapid - Fiorentina
16:45 Shkendija - Shelbourne
16:45 Shakhtar D - Legia
16:45 Drita FC - Omonia
16:45 AEK - Aberdeen
19:00 AZ - Slovan
19:00 Lincoln - Lech
19:00 Olomouc - Rakow
19:00 Universitatea Craiova - Noah
19:00 Samsunspor - Dynamo K.
19:00 Mainz - Zrinjski
19:00 Hamrun Spartans - Lausanne
19:00 Crystal Palace - AEK Larnaca
19:00 Shamrock - Celje
Sambandsdeildin
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir