Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 10:55
Elvar Geir Magnússon
Hætti næstum í fótbolta fyrir körfubolta
Gvardiol er naut að burðum.
Gvardiol er naut að burðum.
Mynd: EPA
Josko Gvardiol, varnarmaður Manchester City, segist hafa verið nálægt því að hætta í fótbolta þegar hann var unglingur hjá Dinamo Zagreb í heimalandi sínu, Króatíu.

„Ég hugsaði um að hætta. Ég var 16 ára gamall og var í vandræðum með að fá spiltíma með unglingaliði Zagreb. Ég var ekki viss um fótboltann og hafði ekki gaman að því að mæta á æfingar lengur," segir Gvardiol.

„Ég hugsaði út í önnur skef og ég hef líka gaman að körfubolta. Allir mínir nánustu vinir voru í körfuboltanum og ég var nálægt því að snúa mér að honum."

En Gvardiol gaf fótboltanum lengi tíma, vann sig upp í aðallið Zagreb þar sem hann vann tvo Króatíumeistaratitla í röð, þar af tvennuna á sínu síðasta tímabili áður en hann fór til RB Leipzig.
Athugasemdir