Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 02. nóvember 2019 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Versta byrjun Man Utd síðan 1986
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag og eru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær aðeins með 13 stig eftir 11 fyrstu umferðir tímabilsins.

Það er versta byrjun Man Utd á deildartímabili síðan 1986, þegar liðið var aðeins með 11 stig eftir 11 umferðir. Það tímabil enduðu Rauðu djöflarnir í 11. sæti, með 63 stig úr 42 leikjum.

Eftir þessa slæmu byrjun var Sir Alex Ferguson ráðinn í nóvember 1986. Hann tók við af Ron Atkinson, sem hafði verið í starfinu í rúmlega fimm ár.

Það er spurning hversu langan tíma Solskjær fær við stjórnvöl Man Utd en hann skrifaði undir þriggja ára samning, sem gildir út júní 2022, fyrr á árinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner