Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 13:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Risafréttir frá Vestra: Andri Rúnar yfirgefur félagið (Staðfest)
Bjóða Eiði Aroni ekki nýjan samning - Fimm aðrir á förum
Andri Rúnar
Andri Rúnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eskelinen
Eskelinen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron.
Eiður Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri var að senda frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem sagt er frá tíðindum í leikmannamálum.

Stærstu tíðindin eru þau að Andri Rúnar Bjarnason og félagið hafi náð samkomulagi um að enda samstarfið.
„Vegna fjölskylduaðstæðna mun Andri ekki hafa tök á því að vera búsettur fyrir vestan fjarri fjölskyldu sinni. Við þökkum Andra kærlega fyrir samstarfið og óskum honum velfarðnaðar," segir í tilkynningunni.

Framherjinn var talsvert frá vegna veikinda og meiðsla en á lokakaflanum reyndist hann gulls ígildi og hjálpaði liðinu að ná sínum markmiðum.

Einnig kemur fram, eins og fjallað hefur verið um í vikunni, að Eiður Aron Sigurbjörnsson hafi sagt upp samningi sínum við félagið. Sagt er að félagið muni ekki bjóða honum nýjan samning á þessum tímapunkti.

Sömu sögu er að segja af markverðinum William Eskelininen sem verður ekki áfram.

Þá er sagt frá því að samningi varnarmannsins Jeppe Gertsen hafi verið sagt upp og að þeir Inaki Rodriguez, Benjamin Schubert og Arurelien Norest fái ekki nýja samninga, en þeirra samningar eru að renna út.

„Stjórn Vestra vill þakka þessum leikmönnum fyrir tíma sinn og þjónustu við Vestra og óskar þeim velfarnaðar i framtíðinni."

„Með svona breytingum er mikil áskorun að finna nýja leikmenn en í því felast einnig gífurleg tækifæri til að gera betur og breyta til. Áfram Vestri,"
segir í tilkynningunni.

Vestri endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar sem nýliði í deildinni.

Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Athugasemdir
banner
banner
banner