Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 31. október 2024 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Eskelinen verður ekki áfram í marki Vestra
William Eskelinen í leik með Vestra
William Eskelinen í leik með Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski markvörðurinn William Eskelinen verður ekki áfram hjá Vestra en þetta herma heimildir Fóbolta.net.

Eskelinen gerði tveggja ára samning við Vestra fyrir tímabilið en það var búist við miklu af honum og spáð að hann yrði einn sá besti í deildinni.

Hann hafði mikla reynslu úr tveimur efstu deildunum í Svíþjóð og hafði þá einnig spilað með AGF í Danmörku.

Það kom til greina að setja hann á bekkinn eftir slaka frammistöðu í 5-1 tapi gegn Val á Ísafirði snemma sumars. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði frammistöðuna ekki boðlega og að hann hafi brugðist liðfsélögum sínum, en frammistaða hans fór vaxandi eftir þann leik.

Svíinn var þrisvar valinn í lið umferðarinnar hér á Fótbolta.net og átti stóran þátt í að Vestri hélt sæti sínu í deildinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var riftunarákvæði í samningnum sem hefur verið nýtt. Vestri er því í leit að nýjum markverði fyrir næsta tímabil.

Einnig er möguleiki á því að félagið gefi Marvin Darra Steinarssyni traustið. Hann var flottur í lok tímabils á síðasta ári er Vestri komst upp í Bestu deildina. Í sumar var hann Eskelinen til halds og trausts fyrri hluta móts en eyddi síðari hlutanum á láni hjá ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner