Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 02. desember 2021 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Carrick tók ákvörðunina áður en hann hitti Rangnick
Michael Carrick ákvað að yfirgefa United
Michael Carrick ákvað að yfirgefa United
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Michael Carrick segist hafa tekið þá ákvörðun um að yfirgefa Manchester United áður en hann talaði við Ralf Rangnick en hann ræddi við Amazon Prime eftir 3-2 sigurinn á Arsenal í kvöld.

Carrick hefur þjónað United í fimmtán ár. Hann spilaði í tólf ár hjá félaginu áður en hann tók að sér stöðu í þjálfarateyminu.

Hann var þar undir stjórn Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær áður en hann tók liðinu á meðan United fann bráðabirgðastjóra.

Ralf Rangnick var ráðinn stjóri liðsins út tímabilið en Carrick var búinn að taka ákvörðunina áður en hann hitti Rangnick.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun en mér fannst þetta réttast í stöðunni. Ég ætlaði að taka mér frí eftir að ég hætti að spila og það gerðist aldrei. Núna er rétti tíminn til að stíga til hliðar og þvílíkur endir sem þetta var."

„Þetta var 100 prósent mín ákvörðun. Ég hef verið mjög meðvitaður síðustu vikuna og virt félagið og stjórann sem er að koma inn. Ég ákvað þetta meira að segja áður en ég hitti hann. Ég taldi því réttast fyrir félagið og fyrir Ralf og ég er ánægður með það."

„Við vorum í stöðu þar sem við þurftum að taka ábyrgð á því að klára þessa leiki. Hollusta mín við Ole spilaði líka inn í en það voru margir hlutir sem spiluðu inn í þessa ákvörðun mína."

„Ég hef átt frábæra tíma hér og frábærar minningar og ég er stoltur af leikmönnunum í þessum þremur leikjum. Ég sagði þeim frá þessu og þeir voru í smá áfalli og hissa, því var þetta svolítið tilfinningaríkt í klefanum. Ég rétt náði að halda aftur af tilfinningunum. Það hefur ekki verið auðvelt að halda þessu frá fólki en ég átti verk að vinna,"
sagði hann í lokin við Amazon Prime.
Athugasemdir
banner
banner
banner