Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 02. desember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Ipswich kaus að vera ekki með regnbogaband
Sam Morsy, fyrirliði Ipswich Town, kaus að vera ekki með regnbogaband þegar hans menn töpuðu gegn Nottingham Forest síðasta laugardag.

Hinn 33 ára gamli Morsy var eini fyrirliðinn í ensku úrvalsdeildinni sem tók þessa ákvörðun.

Allir voru með regnbogabönd um síðustu helgi til að styðja við LGBTQ+ samfélagið, jafnrétti og fjölbreytileika.

Morsy er múslimi og kaus hann að vera ekki með regnbogabandið af trúarástæðum.

Ipswich segist virða ákvörðun fyrirliða síns en á sama tíma styðja við bakið á málefninu.
Athugasemdir
banner