PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Ipswich kaus að vera ekki með regnbogaband
Sam Morsy.
Sam Morsy.
Mynd: Getty Images
Sam Morsy, fyrirliði Ipswich Town, kaus að vera ekki með regnbogaband þegar hans menn töpuðu gegn Nottingham Forest síðasta laugardag.

Hinn 33 ára gamli Morsy var eini fyrirliðinn í ensku úrvalsdeildinni sem tók þessa ákvörðun.

Allir voru með regnbogabönd um síðustu helgi til að styðja við LGBTQ+ samfélagið, jafnrétti og fjölbreytileika.

Morsy er múslimi og kaus hann að vera ekki með regnbogabandið af trúarástæðum.

Ipswich segist virða ákvörðun fyrirliða síns en á sama tíma styðja við bakið á málefninu.
Athugasemdir
banner
banner
banner