Búið er að draga í þriðju umferð enska bikarsins en úrvalsdeildarliðin voru í pottinum.
Það er stórleikur í umferðinni en ríkjandi meistarar í Manchester United heimsækja sigursælasta lið keppninnar, Arsenal sem hefur unnið keppnina 14 sinnum.
Það er einn annar úrvalsdeildarslagur þar sem Aston Villa fær West Ham í heimsókn.
Liverpool spilar á Anfield en liðið fær Accrington Stanley sem situr í 19. sæti D deildarinnar. Manchester City mætir Salford City sem leikur einnig í D deildinni en liðið er frá Manchesterborg.
Íslendingaliðin Preston, Blackburn, Plymouth og Birmingham voru í pottinum.Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston fá Charlton í heimsókn, Arnór SIgurðarson og félagar í Blackburn heimsækja Middlesbrough, Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth heimsækja Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford og Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjá Birmingham fá Lincoln City í heimsókn.
Leikirnir fara fram helgina 10.-12. janúar.
Drátturinn í heild sinni
Southampton - Swansea
Arsenal - Man Utd
Exeter City - Oxford United
Leyton Orient - Derby
Reading - Burnley
Aston Villa - West Ham
Norwich - Brighton
Man City - Salford
Millwall - Dagenham & Redbridge
Liverpool - Accrington Stanley
Bristol City - Wolves
Preston - Charlton
Chelsea - Morecambe
Middlesbrough - Blackburn
Bournemouth - West Brom
Mansfield - Wigan
Tamworth - Tottenham
Hull City - Doncaster
Sunderland - Stoke City
Leicester - QPR
Brentford - Plymouth
Coventry - Sheffield Wednesday
Newcastle - Bromley
Everton - Peterborough
Wycombe - Portsmouth
Birmingham - Lincoln City
Leeds - Harrogate Town
Nottingham Forest - Luton
Sheffield Utd - Cardiff
Ipswich - Bristol Rovers
Fulham - Watford
Crystal Palace - Stockport