PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir tíma kominn á að hætta „kjánalegri umræðu"
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að það sé kjánalegt að halda öðru fram en að Virgil van Dijk sé besti miðvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Van Dijk hefur verið stórkostlegur fyrir Liverpool á tímabilinu og síðustu árin.

Hann var stórkostlegur í 2-0 sigrinum gegn Manchester City í gær og átti ekki í miklum vandræðum með Erling Haaland.

„Besti sóknarmaðurinn gegn besta miðverðinum ætti að vera góður bardagi en þetta er svo auðvelt fyrir hann," sagði Carragher í kringum leikinn í gær.

„Hann er besti miðvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ég veit að ég verð sakaður um Liverpool hlutdrægni en það er kominn tími til að enda þessa kjánalegu umræðu. Þetta er ekki einu sinni jafnt."
Athugasemdir
banner
banner
banner