PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk gramur út í dómarann: Fannst hann geta beðið
Van Dijk var ekki sáttur
Van Dijk var ekki sáttur
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var allt annað en sáttur við enska dómarann Chris Kavanagh fyrir leik liðsins gegn Manchester City í gær en hann sagði frá þessu í viðtali við Sky Sports eftir leik.

Eins og fyrir alla leiki þá fer fram peningakast og sá sem vinnur það fær að velja um það á hvorum vallarhelmingnum liðið hefur leik.

Van Dijk var örlítið upptekinn fyrir peningakastið þar sem hann var með lukkukrakka en Kavanagh hafði engan tíma að missa og byrjaði kastið án hans.

„Ég var pirraður yfir því að hann byrjaði peningakastið án mín. Ég var upptekinn með lukkukrakkanum mínum og það tók augljóslega smá tíma, en hann hóf peningakastið full snemma, þannig ég var pirraður yfir því mér fannst hann geta beðið,“ sagði Van Dijk.

Pirringur Van Dijk er líklegast horfinn núna en liðið vann frábæran 2-0 sigur og er nú með níu stiga forystu í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner