Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. janúar 2020 11:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Arteta að heilla á æfingasvæði Arsenal
Arteta stýrir æfingu.
Arteta stýrir æfingu.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að Mikel Arteta sé að hafa mikil áhrif á leikmenn og starfslið Arsenal á fyrstu dögum sínum í stjórastarfinu. Þjálfarahæfileikar hans séu augljósir á æfingasvæðinu.

Arteta var í gríðarlega miklum metum hjá Manchester City þar sem hann var aðstoðarmaður Pep Guardiola. Nú er hann mættur til Arsenal með sína hugmyndafræði og miklar breytingar hafa orðið á æfingum liðsins.

Arteta vill koma leikmönnum í rétt stand til að þeir geti spilað þann pressufótbolta sem hann vill sjá, leikaðferð sem krefst mikillar orku.

Arteta hefur breytt dagskrá liðsins í kringum leiki. Leikmenn þurftu að mæta á létta æfingu klukkan 8 á nýársmorgun en um kvöldið var leikur gegn Manchester United.

Eftir æfinguna hélt hópurinn á hótel rétt hjá Emirates.

Arteta er sagður telja að leikmenn Arsenal séu ánægðir með hans hugmyndafræði en gegn United vannst mikilvægur og verðskuldaður 2-0 sigur. Bernd Leno, markvörður Arsenal, hafði lítið að gera.

Þetta var fyrsti sigur Arsenal á heimavelli síðan 24. október en það var virkilega jákvæður andi í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner