Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fös 03. janúar 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Middlesbrough fær Roberts og Nmecha frá Man City (Staðfest)
Middlesbrough er búið að tryggja sér Patrick Roberts og Lukas Nmecha á lánssamningi út tímabilið.

Roberts, sem er 22 ára kantmaður, varði fyrra hluta tímabilsins á lánssamningi hjá Norwich en kom aðeins við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum.

Hann mun ljúka tímabilinu í Championship deildinni þar sem Middlesbrough er búið að vinna fjóra leiki í röð og er átta stigum frá umspilsbaráttunni.

Roberts lék með Fulham í Championship deildinni 2014-15 og hefur síðan þá spilað fyrir Celtic og Girona á láni. Hjá Celtic gerði Roberts fína hluti og skoraði 15 deildarmörk í 55 leikjum.

Samningur Roberts við Man City rennur út sumarið 2022. Roberts er enskur og gerði 18 mörk í 40 leikjum fyrir U17-U20 lið Englands.

Nmecha er 21 árs framherji sem fékk ekki mikið af tækifærum á láni hjá Wolfsburg á fyrri hluta tímabils.

Nmecha er fæddur í Þýskalandi en flutti ungur til Englands og því gjaldgengur með báðum landsliðum.

Hann á 31 leik að baki fyrir yngri landslið Englands en skipti yfir til Þýskalands í fyrra og spilaði 8 leiki fyrir U21 liðið.

Nmecha hefur reynslu úr Championship deildinni eftir að hafa verið fastamaður í liði Preston North End á síðustu leiktíð. Hann skoraði 3 mörk í 41 leik.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir
banner