sun 03. janúar 2021 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum miðjumaður Liverpool ánægður að sjá United í toppbaráttuni
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Danny Murphy.
Danny Murphy.
Mynd: Getty Images
Danny Murphy, fyrrum miðjumaður Liverpool, fagnar því að sjá Manchester United aftur í titilbaráttunni á Englandi.

Það eru átta ár síðan Man Utd vann síðast ensku úrvalsdeildina, á síðasta tímabili Sir Alex Ferguson sem stjóra liðsins. Núna er Man Utd í toppbaráttu, en United og Liverpool eru tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar með jafnmörg stig.

Man Utd hefur verið á miklu skriði að undanförnu og Murphy er ánægður að sjá United berjast aftur á toppnum, þrátt fyrir að hann sé Liverpool maður.

„Það er gott fyrir leikinn," sagði Murphy við Daily Mail varðandi það að tvö stærstu félög landsins væru að berjast á toppnum.

„Það hefur verið gaman að fylgjast með keppni Liverpool og Man City síðustu ár en það er ekkert sem jafnast á við að sjá tvö stærstu félög landsins - Man Utd og Liverpool - berjast."

„Það hvernig Man Utd hefur verið að standa sig undir stjórn Ole Gunnar Solskjær er dæmi um að þolinmæði getur verið besta lausnin í þjálfaramálum. Margir hafa afskrifað Solskjær en hann hefur alltaf fundið lausn."

Murphy telur samt ekki að United muni vinna titilinn í ár, en hann er mjög hrifinn af því hvernig Solskjær hefur komið fram.

„Það er erfitt að kunna ekki vel við Solskjær. Ég held að þeir muni ekki vinna titilinn í ár, Liverpool og City eru enn sterkari... ef það versta gerist og United verður meistari, þá er hægt að samgleðjast Solskjær því hann er auðmjúkur og myndi taka því á réttan máta, eins og Jurgen Klopp hjá Liverpool. Ef Jose Mourinho hefði unnið titilinn með Man Utd, það væri önnur saga."

Liverpool og Man Utd eigast við á Anfield þann 17. janúar næstkomandi í toppbaráttuslag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner