Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rafn tekur slaginn áfram
Andri Rafn Yeoman.
Andri Rafn Yeoman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning við Breiaðblik sem gildir út næsta keppnistímabil.

Andri er 32 ára og getur leyst margar stöður á vellinum. Hann lék mikið í vinstri bakverði tímabilið 2023 en síðasta sumar, sérstaklega eftir að Höskuldur Gunnlaugsson var færður á miðjuna, spilaði Andri mest í hægri bakverði. Hann er þó í grunninn miðjumaður.

Andri varð samningslaus eftir síðustu leiktíð en Breiðablik tilkynnti í eftir tímabilið um komu þeirra Valgeirs Valgeirssonar og Óla Vals Ómarssonar. Báðir geta þeir spilað hægri bakvörð og er Valgeir sóttur sem slíkur.

En Andri ætlar samt sem áður taka slaginn áfram.

„Ég ætla að tilkynna ykkur það að ég mun taka slaginn með liðinu á næsta tímabili. Ég hlakka mikið til að hefjast handa og sjá ykkur á komandi mánuðum," sagði Andri í tilkynningu Blika í dag.

Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari og stefnir eflaust á að taka þann titil aftur á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner