Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   fös 03. febrúar 2023 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Sér ekki eftir fríinu í nóvember - Heimslistinn spilaði inn í
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leikinn á móti Portúgal í nóvember síðastliðnum.
Eftir leikinn á móti Portúgal í nóvember síðastliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Ég hugsa að ég hafi ekki verið rosalega skemmtilegur maður í nokkrar vikur'
'Ég hugsa að ég hafi ekki verið rosalega skemmtilegur maður í nokkrar vikur'
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líst vel á þetta mót, þetta eru fínir andstæðingar og þetta verður hörkumót," segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Pinatar mótið sem fer fram síðar í þessum mánuði.

Landsliðsþjálfararnir tilkynntu í dag hópinn sem tekur þátt í þessu verkefni.

Það eru nokkar breytingar frá síðasta hóp. Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem leika með þýska stórveldinu Bayern München, snúa til baka úr meiðslum en þær misstu báðar af síðustu tveimur gluggum.

„Auðvitað skiptir það máli að lykilleikmenn eins og Karólína komi til baka. Vonandi verður hún heil í framhaldinu. Við þurfum að fara sparlega með hana. Við getum ekki látið hana spila 90 mínútur í þrjá leiki. Við þurfum að hugsa um það hvernig við getum notað hana í þessu verkefni."

Sjá einnig:
„Það var í raun ekkert sem ég gat gert til að breyta því"

Síðasta ár vonbrigði
Steini sagði frá því á fréttamannafundinum í Laugardal að það hefði verið högg að ná ekki markmiðum sínum á síðasta ári en liðið komst ekki upp úr riðli sínum á Evrópumótinu og mistókst að komast á heimsmeistaramótið í kjölfarið. Hann sagði að það væri ekki að breyta núna en það væri hægt að hafa áhrif á framtíðina með því að gera hlutina betur.

Liðið fékk mikla gagnrýni eftir umspilið fyrir HM þar sem liðið tapaði gegn Portúgal. Fannst honum gagnrýnin að einhverju leyti ósanngjörn?

„Nei, alls ekki. Það er hægt að gagnrýna mann fyrir ýmislegt, það er partur af þessu. Ég les ekki helminginn af þessu og veit því ekki nákvæmlega hvaða gagnrýni þú ert að tala um," sagði Steini.

„Margt af því sem ég sá var réttlætanlegt en sumt af þessu finnst mér óttalegt bull."

Var erfitt að jafna sig á tapinu gegn Portúgal?

„Já, að sjálfsögðu. Það tók tíma. Ég hugsa að ég hafi ekki verið rosalega skemmtilegur maður í nokkrar vikur."

Engir leikir spilaðir í nóvember
Það hefur verið nokkuð gagnrýnt að það hafi verið tekin ákvörðun um það að spila ekki leiki í alþjóðlegum glugga í nóvember síðastliðnum. Það var ákveðið að gefa frí og voru leikmenn á Íslandi valdir til æfinga í staðinn.

Þetta hefur verið gagnrýnt af leikmönnum sem spila erlendis en hafa fengið fá tækifæri með landsliðinu. Horfir Steini til baka og sér eftir því að hafa tekið leiki í nóvember?

„Nei, ég er alveg sannfærður um að það hafi verið gott fyrir hópinn að sleppa því að fara í verkefni á þessum tíma. Leikmenn voru búnir að eiga langt ár... þetta var fínt andlega fyrir hópinn. Svo kemur grein í byrjun árs núna þar sem verið er að fjalla um álag á leikmönnum eftir stórmót. Ég er 100 prósent viss um að fyrir hópinn sem var að spila hafi þetta verið gott," segir Steini.

„Svo er hægt að ræða um það hvort við hefðum átt að velja einhvern annan hóp og spila á honum en það var ekkert sem ég vildi gera. Mér fannst það ekki rétt á þeim tímapunkti. Við þurftum aðeins að anda og byrja svo aftur á fullu í febrúar, byrja upp á nýtt."

Steini var spurður frekar út í það af hverju það hafi ekki verið rétt að velja öðruvísi hóp og gefa þá leikmönnum sem höfðu verið að spila mikið þá frí í því verkefni. „Mér fannst það bara ekki vera góður tímapunktur fyrir alla sem eru í kringum þetta líka og fyrir hópinn. Ég hefði ekki valið 23 nýja leikmenn. Ég hefði ekki viljað fara með lið sem væri slakara að því leyti til að við værum til dæmis að falla niður á öllum listum og þannig. Við þurfum líka að horfa í svoleiðis hluti. Það er partur af því."

Ísland er núna í 16. sæti á heimslista FIFA en listinn er mikilvægur upp á það þegar dregið er í riðla fyrir undankeppnir og fleira. Leikir í alþjóðlegum gluggum spila inn í fyrir heimslistann.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan en þar er hann spurður út í ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner