Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 12:53
Elvar Geir Magnússon
„Ég er með vondar fréttir fyrir stuðningsmenn Man Utd“
Það er útlit fyrir að ekkert gerist í leikmannamálum Man Utd í dag.
Það er útlit fyrir að ekkert gerist í leikmannamálum Man Utd í dag.
Mynd: Getty Images
Sanny Rudravajhala, fréttamaður Sky Sports, segir að ekki megi búast við neinum fréttum af leikmannamálum Manchester United í dag.

Manchester United hefur verið orðað Mathys Tel hjá Bayern og Christopher Nkunku hjá Chelsea en Marcus Rashford fór til Aston Villa í gær. Aðeins Everton og þrjú neðstu liðin hafa skorað færri mörk en United á þessu tímabili. Rashford er með fjögur af þessum 28 mörkum United.

„Ég er með vondar fréttir fyrir stuðningsmenn Man Utd. Mér hefur verið sagt að ólíklegt sé að ný andlit mæti á Old Trafford í dag," segir Rudravajhala sem er fyrir utan Old Trafford.

„Félagið ætlar ekki að kaupa neinn leikmann í örvæntingu, sama þó varnarmaðurinn Lisandro Martínez hafi farið meiddur af velli á börum í gær. Og líka þrátt fyrir að Rashford er farinn."

„Það virðist ekki vera nýr sóknarmaður á leiðinni þrátt fyrir að Rúben Amorim vilji fá inn nýtt vopn fram á við. Rasmus Höjlund hefur ekki skorað í þrettán leikjum og Joshua Zirkzee ekki í ellefu. Portúgalinn þarf að vinna með það sem hann er með fyrir."

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
5 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 23 7 6 10 28 44 -16 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner