Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Maresca: Sanchez þurfti hvíldina
Enzo Maresca
Enzo Maresca
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea á Englandi, var ánægður með framlagið hjá liðinu í 2-1 sigrinum á West Ham á Stamford Bridge í kvöld.

Chelsea lenti eftir slæma sendingu Levi Colwill til baka undir lok fyrri hálfleiks en liðið svaraði í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Pedro Neto og hafði heppnina með sér er skot Cole Palmer fór af Aaron Wan-Bissaka og í netið.

„Leikurinn í dag var erfiður og þá sérstaklega fyrir andlegu hliðina. Það er ekki auðvelt þegar West Ham kemur hingað og leggst til baka með 10 leikmenn fyrir aftan boltann. Maður þarf að vera andlega sterkur og þolinmóður.“

„Við áttum meira en tíu skot í fyrri hálfleiknum. Við fengum mörg dauðafæri en hittum ekki á markið. Leikurinn breyttist algerlega með nokkrum breytingum og sigurinn verðskuldaður þegar litið er á heildina,“
sagði Maresca.

Spænski markvörðurinn Robert Sanchez var settur á bekkinn og kom Filip Jörgensen inn í hans stað. Sanchez hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðuna á tímabilinu og sérstaklega í síðasta leik gegn Manchester City.

„Robert þurfti á hvíldinni að halda á þessu augnabliki og Filip stóð sig ótrúlega vel.“

Aðspurður um varnarmistök Levi Colwill í leiknum sagðist Maresca ekki hafa miklar áhyggjur.

„Ég hef engar áhyggjur af því. Svona viljum við spila og stundum gerast varnarmistök, markvarðamistök og 'níurnar' klikka á færum. Svona er fótboltinn. Þetta gerist en það mikilvæga er að halda áfram.“

„Þegar kemur að úrslitum var helgin okkur mjög góð og enn betra í dag“
sagði Maresca, en Chelsea er í 4. sæti deildarinnar og áfram í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner