Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tel mun ekki fara til Arsenal
Mathys Tel.
Mathys Tel.
Mynd: Getty Images
Arsenal er að reyna að landa sóknarmanni áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld en sá sóknarmaður verður ekki Mathys Tel.

Frá þessu segir Sky Sports en fréttamaður þeirra, Gary Cotterill, er með nýjustu upplýsingar frá Emirates-leikvanginum.

„Leitin að framherja heldur áfram en það verður ekki Mathys Tel, sóknarmaður Bayern," segir Cotterill.

„Arsenal mun ekki versla í Þýskalandi."

Tel vill fara frá Bayern en það er óvíst hvort það gangi upp áður en glugginn lokar.

Þessi efnilegi Frakki var búinn að segja nei við Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner