Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   mán 03. febrúar 2025 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tel mun ekki fara til Arsenal
Arsenal er að reyna að landa sóknarmanni áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld en sá sóknarmaður verður ekki Mathys Tel.

Frá þessu segir Sky Sports en fréttamaður þeirra, Gary Cotterill, er með nýjustu upplýsingar frá Emirates-leikvanginum.

„Leitin að framherja heldur áfram en það verður ekki Mathys Tel, sóknarmaður Bayern," segir Cotterill.

„Arsenal mun ekki versla í Þýskalandi."

Tel vill fara frá Bayern en það er óvíst hvort það gangi upp áður en glugginn lokar.

Þessi efnilegi Frakki var búinn að segja nei við Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner