Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 03. mars 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Casilla sagðist ekki þekkja orðið 'nigger'
Kiko Casilla, markvörður Leeds, var dæmdur í átta leikja bann og sektaður um 60 þúsund pund fyrir að kalla Jonathan Leko, framherja Charlton, helvítis negra í miðjum leik.

Atvikið átti sér stað í september og sagðist Casilla, sem er spænskur og gekk í raðir Leeds í janúar 2019, ekki hafa þekkt merkingu orðsins þegar hann notaði það.

Casilla notaði vanþekkingu sína á ensku tungumáli í vörn sinni gegn ákærunni. Óháð nefnd fór yfir málið og taldi vörn Casilla ekki trúverðuga enda frasinn sem um ræðir, 'you fucking nigger', þekktur um allan heim.

Nefndin viðurkenndi þó að Casilla væri ekki rasískur einstaklingur og af þeirri ástæðu verður refsing hans ekki þyngd.
Athugasemdir
banner