Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski bikarinn: Bikarævintýri Holstein Kiel heldur áfram
Holstein Kiel, sem er í B-deild, er komið í undanúrslit þýska bikarsins.
Holstein Kiel, sem er í B-deild, er komið í undanúrslit þýska bikarsins.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig og Holstein Kiel eru komin áfram í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar.

Borussia Dortmund komst áfram í gær með sigri á Borussia Mönchengladbach og í kvöld bættust tvö lið til viðbótar í undanúrslitin.

Holstein Kiel, sem er í B-deild, heimsótti RW Essen og vann þar sannfærandi sigur, 0-3. Holstein Kiel lagði Bayern München í þessari keppni í janúar og er núna komið alla leið í undanúrslit.

RB Leipzig hafði þá betur gegn Wolfsburg á heimavelli, 2-0. Wout Weghorst hefði getað komið Wolfsburg yfir í fyrri hálfleik en klikkaði á vítaspyrnu. Leipzig gekk frá leiknum í seinni hálfleiknum.

Jahn Regensburg og Werder Bremen eiga eftir að mætast í 8-liða úrslitunum.

RW Essen 0 - 3 Holstein Kiel
0-1 Alexander Muhling ('26 , víti)
0-2 Janni Serra ('28 )
0-3 Joshua Mees ('90 )

RB Leipzig 2 - 0 Wolfsburg
0-0 Wout Weghorst ('26 , Misnotað víti)
1-0 Yussuf Poulsen ('63 )
2-0 Hee-Chan Hwang ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner