Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 03. apríl 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Pereira til í að spila á hverjum degi
Andreas Pereira, miðjumaður Manchester United, segist vera tilbúinn að spila marga leiki í röð til að ná að klára það.

Óvíst er hvenær fótboltinn fer aftur af stað eftir kórónuveiruna en Pereira getur ekki hugsað sér að aflýsa tímabilinu.

„Ég vil klára tímabilið eins fljótt og hægt er. Ég skil að það eru erfiðir tímar núna og að heilsa fólks er mikilvægust," sagði Pereira.

„Ég vil samt klára tímabilið, jafnvel þó að það þýði að við spilum leik á hverjum degi í heila viku."

„Ég vil klára tímabilið. Það yrði slæm tilfinning ef að tímabilinu yrði aflýst."

Athugasemdir