Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. maí 2021 23:21
Brynjar Ingi Erluson
Fram að fá fyrrum leikmann Liverpool og Newcastle
Danny Guthrie í leik með Newcastle
Danny Guthrie í leik með Newcastle
Mynd: EPA
Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Liverpool og Newcastle United, er á leið í Fram en þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolta.net.

Guthrie er 34 ára gamall miðjumaður sem fór í gegnum akademíuna hjá Liverpool en hann spilaði sjö leiki fyrir aðalliðið frá 2006 til 2008.

Hann spilaði fjögur tímabil með Newcastle, þar af þrjú í ensku úrvalsdeildinni og var á tíma mikilvægur hluti af liðinu áður en hann gekk til liðs við Reading árið 2012. Guthrie á 103 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 135 leiki í ensku B-deildinni.

Guthrie hefur einnig spilað með Southampton, Bolton, Fulham, Blackburn, Mitra Kukar og Walsall, en hann rifti samningi sínum við Walsall í febrúar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Fram komið langt í viðræðum við Guthrie og verður hann að öllu óbreyttu tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Fram sem ætlar sér upp í Pepsi Max-deildina en liðið var nálægt því að komast upp á síðasta tímabili áður en það var flautað af þegar tveir leikir voru eftir af mótinu en liðið endaði í 3. sæti, með jafnmörg stig og Leiknir R. sem fór upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner