Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. maí 2021 14:30
Innkastið
Verið að búa til fleiri spurningamerki í liði þar sem er frekar mikið rót
Ólafur Kristófer Helgason.
Ólafur Kristófer Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að hinn átján ára Ólafur Kristófer Helgason var í marki Fylkis gegn FH í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Rætt var um það í Innkastinu að ljóst væri að þjálfarar Árbæjarliðsins væru með efasemdir um Aron Snæ Friðriksson sem verið hefur aðalmarkvörður undanfarin ár en var þarna geymdur á bekknum.

Miðað við viðtal við Atla Svein Þórarinsson, þjálfara Fylkis, eftir leik eru menn ekki ákveðnir í því hvort Ólafur eða Aron eigi að vera aðalmarkvörður.

„Ég hélt að Aron Snær væri með þessa stöðu læsta og ég skil ekki af hverju það er verið að búa til fleiri spurningamerki í liði þar sem er frekar mikið rót. Ég tel að þetta sé hættulegur vegur að feta en ef hann er orðinn markvörður númer eitt þá er það bara þannig," segir Gunnar Birgisson.

„Aron er ekkert frábærlega góður en mér finnst ákvörðunin sérstök, án þess að vera í einhverju losti. Óli Jó talaði um það í Stúkunni að það væri ekkert til sem héti markvarðasamkeppni, þú ert með markvörð númer eitt og þú ert með markvörð númer tvö," segir Tómas Þór Þórðarson. „Menn þurfa traustið og það er fátt sem lýsir yfir minna trausti í heiminum en þegar eitthvað 'barn' er sett inn fyrir þig.

Ólafur fékk á sig vítaspyrnu og tvö mörk í leiknum um helgina en FH vann 2-0 útisigur í Árbænum. Fylkir mætir HK í Kórnum á laugardagskvöld.
Innkastið - Nýr leikur en sömu úrslit þegar Rúnar mætir Óskari
Athugasemdir
banner
banner