Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   fös 03. júlí 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Frankurt leitar til FIFA - Segja West Ham skulda vegna Haller
Þýska félagið Frankfurt hefur kvartað til FIFA vegna enska félagsins West Ham.

Frankfurt segir að West Ham eigi ennþá eftir að greiða 5,4 milljónir punda af kaupverði fyrir framherjann Sebastien Haller.

FIFA hefur staðfest að málið sé til rannsóknar.

West Ham ku vera að vinna í málinu og stefnir á að greiða upphæðin á næstunni.

Haller kom til West Ham frá Frankfurt á 45 milljónir punda síðastliðið sumar en hann varð fyrir vikið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner