Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 03. júlí 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Milan Baros leggur skóna á hilluna
Baros í leik með Liverpool.
Baros í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Milan Baros, fyrrum framherji Liverpool, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu í Tékklandi lýkur á næstu vikum. Meiðsla á kálfa og hásin hafa verið að stríða honum.

Hinn 38 ára gamli Baros hefur undanfarin þrjú tímabil spilað með Banik Ostrava í heimalandi sínu. Baros ólst upp hjá Banik Ostrava en Liverpool keypti hann í sínar raðir árið 2002.

Baros skoraði 19 mörk í 68 deildarleikjum með Liverpool áður en hann færði sig til Aston Villa árið 2005 eftir að hafa unnið Meistaradeildina með Liverpool.

Síðan þá hefur hann verið á talsverðu flakki og spilað meðal annars með Portsmouth í Englandi, Lyon í Frakklandi, Galatasaray og Antalyaspor í Tyrklandi sem og liðum í heimalandinu.

Baros skoraði 41 mark í 93 leikjum með tékkneska landsliðinu á ferli sínum og var markakóngur á EM 2004.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner