Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 03. júlí 2021 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: England valtaði yfir Úkraínu - Undanúrslitin bíða
Jordan Henderson gerði fjórða mark Englands og var vel sáttur við það.
Jordan Henderson gerði fjórða mark Englands og var vel sáttur við það.
Mynd: EPA
Úkraína 0 - 4 England
0-1 Harry Kane ('4 )
0-2 Harry Maguire ('46 )
0-3 Harry Kane ('50 )
0-4 Jordan Henderson ('63 )

Englendingar áttu í engum vandræðum með Úkraínu er liðin áttust við í átta-liða úrslitum EM í Róm í kvöld.

Harry Kane kom Englendingum á bragðið eftir aðeins fjögurra mínútna leik og brekkan var brött fyrir Úkraínu eftir það.

Staðan var þó bara 1-0 í hálfleik og Úkraína enn inn í leiknum. Þeir voru það hins vegar ekki lengi í seinni hálfleik. Nafnarnir Harry Maguire og Kane komu Englandi í 3-0 á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks.

Varamaðurinn Jordan Henderson gerði svo fjórða markið stuttu síðar og leikurinn búinn.

Lokatölur voru 4-0 fyrir England sem hefur ekki enn fengið á sig mark í mótinu. Það er mikið sjálfstraust í enska liðinu sem er komið í undanúrslit annað stórmótið í röð.

Úkraína var ekki mikil fyrirstaða fyrir England en Danmörk verður það eflaust. England og Danmörk mætast í undanúrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner