Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   lau 03. júlí 2021 16:26
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Árna: Vorum heppnir að Leiknir jafnaði ekki
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er hrikalega ánægður, veðrið á Íslandi verður ekki betra en þetta og Kópavogsvöllurinn frábær og blautur, tvö góð lið og frábær úrslit þannig við erum í skýjunum með þetta," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðablik í viðtali eftir 4-0 sigur á Leikni R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Blikarnir voru heppnir að ná jafntefli í fyrri leik liðana sem fór 3-3, hvað var öðruvísi í þessum leik?

„Þetta eru smá ólíkir leikir finnst mér. Við byrjum þann leik vel , komumst yfir og áttum fyrri hálfleikinn en köstum honum bara frá okkur. Í dag fannst mér við byrja frábærlega en að sama skapi um leið og við komumst í 1-0 þá erum við kærulausir í einhvern smá tíma og við vorum bara heppnir að Leiknir jafnar ekki en svo eftir það spiluðum við þetta bara professional, komumst í 2-0 og gerðum þetta virkilega vel."

Blikarnir halda til Lúxemborg í næstu viku þar sem þeir eiga leik í nýju Sambandsdeildinni, hvernig ætla Blikar að nálgast það verkefni?

„Okkar styrkleiki er bara að vera við og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Við erum að fara spila við lið frá Lúxemborg, við vitum kannski ekki mikið um þá en reynum að afla okkur eins mikið af upplýsingum og við getum en fókusinn verður bara á okkur sjálfa."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Dóri talar um meiðsli leikmanna og leikmannamál.
Athugasemdir
banner
banner
banner