Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 03. júlí 2021 16:26
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Árna: Vorum heppnir að Leiknir jafnaði ekki
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er hrikalega ánægður, veðrið á Íslandi verður ekki betra en þetta og Kópavogsvöllurinn frábær og blautur, tvö góð lið og frábær úrslit þannig við erum í skýjunum með þetta," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðablik í viðtali eftir 4-0 sigur á Leikni R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Blikarnir voru heppnir að ná jafntefli í fyrri leik liðana sem fór 3-3, hvað var öðruvísi í þessum leik?

„Þetta eru smá ólíkir leikir finnst mér. Við byrjum þann leik vel , komumst yfir og áttum fyrri hálfleikinn en köstum honum bara frá okkur. Í dag fannst mér við byrja frábærlega en að sama skapi um leið og við komumst í 1-0 þá erum við kærulausir í einhvern smá tíma og við vorum bara heppnir að Leiknir jafnar ekki en svo eftir það spiluðum við þetta bara professional, komumst í 2-0 og gerðum þetta virkilega vel."

Blikarnir halda til Lúxemborg í næstu viku þar sem þeir eiga leik í nýju Sambandsdeildinni, hvernig ætla Blikar að nálgast það verkefni?

„Okkar styrkleiki er bara að vera við og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Við erum að fara spila við lið frá Lúxemborg, við vitum kannski ekki mikið um þá en reynum að afla okkur eins mikið af upplýsingum og við getum en fókusinn verður bara á okkur sjálfa."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Dóri talar um meiðsli leikmanna og leikmannamál.
Athugasemdir
banner
banner