Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   lau 03. júlí 2021 16:26
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Árna: Vorum heppnir að Leiknir jafnaði ekki
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er hrikalega ánægður, veðrið á Íslandi verður ekki betra en þetta og Kópavogsvöllurinn frábær og blautur, tvö góð lið og frábær úrslit þannig við erum í skýjunum með þetta," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðablik í viðtali eftir 4-0 sigur á Leikni R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Blikarnir voru heppnir að ná jafntefli í fyrri leik liðana sem fór 3-3, hvað var öðruvísi í þessum leik?

„Þetta eru smá ólíkir leikir finnst mér. Við byrjum þann leik vel , komumst yfir og áttum fyrri hálfleikinn en köstum honum bara frá okkur. Í dag fannst mér við byrja frábærlega en að sama skapi um leið og við komumst í 1-0 þá erum við kærulausir í einhvern smá tíma og við vorum bara heppnir að Leiknir jafnar ekki en svo eftir það spiluðum við þetta bara professional, komumst í 2-0 og gerðum þetta virkilega vel."

Blikarnir halda til Lúxemborg í næstu viku þar sem þeir eiga leik í nýju Sambandsdeildinni, hvernig ætla Blikar að nálgast það verkefni?

„Okkar styrkleiki er bara að vera við og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Við erum að fara spila við lið frá Lúxemborg, við vitum kannski ekki mikið um þá en reynum að afla okkur eins mikið af upplýsingum og við getum en fókusinn verður bara á okkur sjálfa."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Dóri talar um meiðsli leikmanna og leikmannamál.
Athugasemdir
banner
banner