Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 03. júlí 2021 16:26
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Árna: Vorum heppnir að Leiknir jafnaði ekki
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er hrikalega ánægður, veðrið á Íslandi verður ekki betra en þetta og Kópavogsvöllurinn frábær og blautur, tvö góð lið og frábær úrslit þannig við erum í skýjunum með þetta," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðablik í viðtali eftir 4-0 sigur á Leikni R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Blikarnir voru heppnir að ná jafntefli í fyrri leik liðana sem fór 3-3, hvað var öðruvísi í þessum leik?

„Þetta eru smá ólíkir leikir finnst mér. Við byrjum þann leik vel , komumst yfir og áttum fyrri hálfleikinn en köstum honum bara frá okkur. Í dag fannst mér við byrja frábærlega en að sama skapi um leið og við komumst í 1-0 þá erum við kærulausir í einhvern smá tíma og við vorum bara heppnir að Leiknir jafnar ekki en svo eftir það spiluðum við þetta bara professional, komumst í 2-0 og gerðum þetta virkilega vel."

Blikarnir halda til Lúxemborg í næstu viku þar sem þeir eiga leik í nýju Sambandsdeildinni, hvernig ætla Blikar að nálgast það verkefni?

„Okkar styrkleiki er bara að vera við og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Við erum að fara spila við lið frá Lúxemborg, við vitum kannski ekki mikið um þá en reynum að afla okkur eins mikið af upplýsingum og við getum en fókusinn verður bara á okkur sjálfa."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Dóri talar um meiðsli leikmanna og leikmannamál.
Athugasemdir
banner