Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
Davíð Smári eftir fyrsta sigurinn: Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
   lau 03. júlí 2021 16:26
Arnar Laufdal Arnarsson
Halldór Árna: Vorum heppnir að Leiknir jafnaði ekki
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Dóri ásamt Óskari Hrafni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er hrikalega ánægður, veðrið á Íslandi verður ekki betra en þetta og Kópavogsvöllurinn frábær og blautur, tvö góð lið og frábær úrslit þannig við erum í skýjunum með þetta," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðablik í viðtali eftir 4-0 sigur á Leikni R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

Blikarnir voru heppnir að ná jafntefli í fyrri leik liðana sem fór 3-3, hvað var öðruvísi í þessum leik?

„Þetta eru smá ólíkir leikir finnst mér. Við byrjum þann leik vel , komumst yfir og áttum fyrri hálfleikinn en köstum honum bara frá okkur. Í dag fannst mér við byrja frábærlega en að sama skapi um leið og við komumst í 1-0 þá erum við kærulausir í einhvern smá tíma og við vorum bara heppnir að Leiknir jafnar ekki en svo eftir það spiluðum við þetta bara professional, komumst í 2-0 og gerðum þetta virkilega vel."

Blikarnir halda til Lúxemborg í næstu viku þar sem þeir eiga leik í nýju Sambandsdeildinni, hvernig ætla Blikar að nálgast það verkefni?

„Okkar styrkleiki er bara að vera við og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Við erum að fara spila við lið frá Lúxemborg, við vitum kannski ekki mikið um þá en reynum að afla okkur eins mikið af upplýsingum og við getum en fókusinn verður bara á okkur sjálfa."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Dóri talar um meiðsli leikmanna og leikmannamál.
Athugasemdir
banner
banner
banner