Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 03. júlí 2022 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Elín Metta laus við meiðsli: Er tilbúin að hjálpa landsliðinu
Icelandair
Elín Metta á æfingu í dag.
Elín Metta á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Æfingin var mjög skemmtileg. Við sóknarmennirnir fengum að skjóta mikið,” segir Elín Metta Jensen, sóknarmaður landsliðsins.

Hún ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í Fürth í Þýskalandi í dag, en þar er liðið í undirbúningi fyrir EM.

„Þessir dagar hafa verið frábærir. Við erum búnar að æfa við toppaðstæður. Við erum kannski enn að venjast hitanum hérna úti, en þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Það er geggjað að vera í landsliðshópnum, þvílík gæði og gaman að vera í þessum tempói.”

Elín var allan tímann á bekknum í vináttulandsleiknum gegn Póllandi á dögunum. Var ekki svekkandi að fá ekki að koma inn á?

„Jú, en ég byrjaði að æfa svolítið seint eftir meiðslin um daginn. Maður tekur bara því hlutverki sem maður fær þegar maður er komin inn í þennan hóp. Það er þjálfarinn sem velur og ég skil það alveg.”

Er hún orðin alveg góð af þessum meiðslum? „Ég fékk hné í nára og það blæddi svolítið inn á vöðvana. Þess vegna var ég frekar stíf í langan tíma, en þetta er orðið gott núna og ég er tilbúin að hjálpa landsliðinu.”

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Elín um tímabilið hjá Val og stórmótið sem er framundan.
Athugasemdir
banner