Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 03. júlí 2022 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Elín Metta laus við meiðsli: Er tilbúin að hjálpa landsliðinu
Icelandair
Elín Metta á æfingu í dag.
Elín Metta á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Æfingin var mjög skemmtileg. Við sóknarmennirnir fengum að skjóta mikið,” segir Elín Metta Jensen, sóknarmaður landsliðsins.

Hún ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í Fürth í Þýskalandi í dag, en þar er liðið í undirbúningi fyrir EM.

„Þessir dagar hafa verið frábærir. Við erum búnar að æfa við toppaðstæður. Við erum kannski enn að venjast hitanum hérna úti, en þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Það er geggjað að vera í landsliðshópnum, þvílík gæði og gaman að vera í þessum tempói.”

Elín var allan tímann á bekknum í vináttulandsleiknum gegn Póllandi á dögunum. Var ekki svekkandi að fá ekki að koma inn á?

„Jú, en ég byrjaði að æfa svolítið seint eftir meiðslin um daginn. Maður tekur bara því hlutverki sem maður fær þegar maður er komin inn í þennan hóp. Það er þjálfarinn sem velur og ég skil það alveg.”

Er hún orðin alveg góð af þessum meiðslum? „Ég fékk hné í nára og það blæddi svolítið inn á vöðvana. Þess vegna var ég frekar stíf í langan tíma, en þetta er orðið gott núna og ég er tilbúin að hjálpa landsliðinu.”

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Elín um tímabilið hjá Val og stórmótið sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner