Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. júlí 2022 15:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þurfum líka stundum að horfa í hagsmuni leikmannsins"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Axel Freyr Harðarsong ekk til liðs við Kórdrengi frá Víkingi á dögunum en hann skrifaði undir tveggja ára samning.


Axel var á láni hjá Kórdrengjum á síðustu leiktíð en hann kom við sögu í sex leikjum hjá Víkingi í sumar, öllum af bekknum.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var til viðtals hjá Fótbolta.net á dögunum. Liðið byrjaði tímabilið ekki vel en er á góðu róli um þessar mundir. Hann er ánægður með stöðuna á hópnum.

„Já, staðan er glettilega góð. Við vorum í veseni í byrjun móts en núna eru allir heilir og allir einhvern veginn að komast í góðan gír. Menn eru búnir að spila mismargar mínútur en það er þó búið að hlaða mörgum mínútum á ansi marga. Ég held að það muni hjálpa okkur."

Er staðan á hópnum það góð að það var auðveldara að láta Axel fara frá Víkingi?

„Við þurfum líka stundum að horfa í hagsmuni leikmannsins, hvar honum sé best borgið. Hann þjónaði okkur mjög vel, var góður á æfingum og við gátum alltaf treyst á hann þegar hann kom inná sem varamaður. Það er bara gríðarleg samkeppni og hann taldi að það væri best fyrir sinn feril að fara annað og við samþykktum þessa sölu. Við óskum honum góðs gengis."

Axel lék sinn fyrsta leik í sumar fyrir Kórdrengi um helgina í 1-0 sigri liðsins á Gróttu. Davíð Smári er mjög ánægður með að fá hann aftur til félagsins.

„Það hefur verið lengi inn í myndinni að fá hann aftur enda leið honum mjög vel hér. Við vildum ólmir fá hann og sem betur fer gekk það upp," sagði Davíð Smári í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.


Arnar Gunnlaugs: Frábært að KR hafi samþykkt þetta
Davíð Smári: Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr
Athugasemdir
banner
banner
banner