Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 03. ágúst 2021 15:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Joe Hart til Celtic (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Joe Hart er genginn í raðir Celtic frá Tottenham Hotspur. Hart er 34 ára markvörður sem gekk í raðir Tottenham sumarið 2020.

Hann var lengst hjá Manchester City og var aðalmarkvörður liðsins þegar City varð Englandsmeistari árin 2012 og 2014. Hann vann einnig deildabikarinn í tvígang og enska bikarinn einu sinni.

Hann vann gullhanskann í úrvalsdeildinni fjórum sinnum á fimm tímabilum; 2011, 2012, 2013 og 2015.

Hann er uppalinn hjá Shrewsbury en samdi við City árið 2006. Tímabilið 2009-2010 lék Hart á láni hjá Birmingham og sprakk út, í kjölfarið kom svo tækifæri hjá Man City. Árið 2016 var ljóst að Hart var ekki lengur í plönum í Man City og var lánaður til Torino á Ítalíu. Ári seinna fór hann til West Ham.

Hart á að baki 75 A-landsleiki. Fabrizio Romano segir að Hart fái 15 þúsund pund í vikulaun í Skotlandi sem er töluvert minna en hann er vanur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner