Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. ágúst 2021 14:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfyssingar sjokkera - „Borgar hann með sér þarna?"
Lengjudeildin
Selfoss er tveimur stigum frá fallsæti.
Selfoss er tveimur stigum frá fallsæti.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Dean Martin er þjálfari Selfyssinga.
Dean Martin er þjálfari Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tapaði 3-0 gegn Þrótti á heimavelli í Lengjudeildinni í síðustu viku. Þetta opnaði heldur betur fallbaráttuna upp á gátt.

„Við verðum að gefa Þrótturunum alvöru prik fyrir að fara og vinna þennan leik," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  3 Þróttur R.

Það var ekki eins mikill hressleiki þegar rætt var um Selfoss, sem er núna tveimur stigum frá fallsæti.

„Hvað er í gangi þarna?" spurði Tómas Þór. „Ég talaði við Selfyssing í gær sem var í sjokki. Hann er mikill stuðningsmaður liðsins og er nánast farinn að undirbúa fall. Hann skilur ekki neitt. Hann viðurkenndi að þetta væri rándýrt fótboltalið... það eru dýrari lið í deildinni en miðað við Þrótt, Aftureldingu og Ólafsvík, þá held ég að sé töluverður munur á 'budgetinu' þarna."

„Við vitum alveg að Tokic, Turudija, Gary Martin eru ekkert að gera þetta frítt. Við kunnum að meta alvöru metnað. Það er metnaður í að sækja Gary Martin. Hann hefur reynst þeim happadrjúgur og er ein helsta ástæða fyrir því að þeir séu ekki á leið niður (í augnabliknu)."



„Fyrir utan að það vanti bara gæði í Selfoss, þá vantar oft bara meira þor, djörfung, dug og vilja... vinniði leikina! Hvernig færðu Þrótt á heimavöll - sem eru barðir sundur og saman andlega og líkamlega - og tapar 3-0? Það er ekki einu sinni rætt um hvort Dino (Dean Martin) sé í heitu sæti eða ekki. Borgar hann með sér þarna? Þetta er ótrúlegt."

Það er alla vega spennandi fallbarátta framundan en hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Blikar í banastuði og peningarnir í íslenska boltanum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner