Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mið 03. ágúst 2022 21:51
Anton Freyr Jónsson
Helgi Sig í viðtali því Óli Jó gaf ekki kost á sér
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Okkur líður öllum mjög vel, þetta var mikilvægur sigur og komin tími á að halda markinu sínu hreinu. Mér fannst við við vinna þetta verðskuldað, smá bras á okkur fyrsta korterið kannski en síðan unnum við okkur vel inn í leikinn. Það var frábært að fá þetta mark í lok fyrri hálfleiks og fara inn í hálfleikinn með jákvæða hluti á bakinu." voru fyrstu viðbrögð Helga Sigurðssonar aðstoðarþjálfara Vals eftir sigurinn á FH í kvöld en Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals gaf ekki kost á sér eftir leik á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Við vorum sterkari aðilinn, þeir settu smá pressu á okkur í lokin en mér fannst leikurinn aldrei vera í neinni hættu og menn voru að vinna fyrir hvorn annan og það var það sem skóp þennan sigur."

Helgi Sigurðsson talaði um að það hafi verið mikilvægt að halda hreinu og Frederik Schram átti sína vörslur í leiknum og átti sinn þátt í því að Valur hélt hreinu í kvöld. 

„Hann er búin að standa sig mjög vel síðan hann kom til okkar og var frábær í dag. Allt liðið var að standa sig vel, það voru allir að vinna sem ein liðsheild og þegar við gerum það þá erum við frábært lið og fullt af góðum fótboltamönnum."

Ólafur Jóhannesson tók við af Heimi Guðjónssyni í lok Júlí og hefur liðið sótt 4 stig af 6 mögulegum og var Helgi spurður hvað hafi breyst í spilamennsku liðsins. 

„Það hefur kannski ekkert breyst nema bara það að við erum reyna halda í boltann. Ég held að leikmennirnir hafi fyrst og fremst tekið sig saman og viljað gera hlutina betur og við höfum bara stutt á bakið á þeim og það er það sem er að skapa þetta."

Sjáðu allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner