Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 03. ágúst 2022 21:51
Anton Freyr Jónsson
Helgi Sig í viðtali því Óli Jó gaf ekki kost á sér
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Okkur líður öllum mjög vel, þetta var mikilvægur sigur og komin tími á að halda markinu sínu hreinu. Mér fannst við við vinna þetta verðskuldað, smá bras á okkur fyrsta korterið kannski en síðan unnum við okkur vel inn í leikinn. Það var frábært að fá þetta mark í lok fyrri hálfleiks og fara inn í hálfleikinn með jákvæða hluti á bakinu." voru fyrstu viðbrögð Helga Sigurðssonar aðstoðarþjálfara Vals eftir sigurinn á FH í kvöld en Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals gaf ekki kost á sér eftir leik á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Við vorum sterkari aðilinn, þeir settu smá pressu á okkur í lokin en mér fannst leikurinn aldrei vera í neinni hættu og menn voru að vinna fyrir hvorn annan og það var það sem skóp þennan sigur."

Helgi Sigurðsson talaði um að það hafi verið mikilvægt að halda hreinu og Frederik Schram átti sína vörslur í leiknum og átti sinn þátt í því að Valur hélt hreinu í kvöld. 

„Hann er búin að standa sig mjög vel síðan hann kom til okkar og var frábær í dag. Allt liðið var að standa sig vel, það voru allir að vinna sem ein liðsheild og þegar við gerum það þá erum við frábært lið og fullt af góðum fótboltamönnum."

Ólafur Jóhannesson tók við af Heimi Guðjónssyni í lok Júlí og hefur liðið sótt 4 stig af 6 mögulegum og var Helgi spurður hvað hafi breyst í spilamennsku liðsins. 

„Það hefur kannski ekkert breyst nema bara það að við erum reyna halda í boltann. Ég held að leikmennirnir hafi fyrst og fremst tekið sig saman og viljað gera hlutina betur og við höfum bara stutt á bakið á þeim og það er það sem er að skapa þetta."

Sjáðu allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner