Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   mið 03. ágúst 2022 21:51
Anton Freyr Jónsson
Helgi Sig í viðtali því Óli Jó gaf ekki kost á sér
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Okkur líður öllum mjög vel, þetta var mikilvægur sigur og komin tími á að halda markinu sínu hreinu. Mér fannst við við vinna þetta verðskuldað, smá bras á okkur fyrsta korterið kannski en síðan unnum við okkur vel inn í leikinn. Það var frábært að fá þetta mark í lok fyrri hálfleiks og fara inn í hálfleikinn með jákvæða hluti á bakinu." voru fyrstu viðbrögð Helga Sigurðssonar aðstoðarþjálfara Vals eftir sigurinn á FH í kvöld en Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals gaf ekki kost á sér eftir leik á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Við vorum sterkari aðilinn, þeir settu smá pressu á okkur í lokin en mér fannst leikurinn aldrei vera í neinni hættu og menn voru að vinna fyrir hvorn annan og það var það sem skóp þennan sigur."

Helgi Sigurðsson talaði um að það hafi verið mikilvægt að halda hreinu og Frederik Schram átti sína vörslur í leiknum og átti sinn þátt í því að Valur hélt hreinu í kvöld. 

„Hann er búin að standa sig mjög vel síðan hann kom til okkar og var frábær í dag. Allt liðið var að standa sig vel, það voru allir að vinna sem ein liðsheild og þegar við gerum það þá erum við frábært lið og fullt af góðum fótboltamönnum."

Ólafur Jóhannesson tók við af Heimi Guðjónssyni í lok Júlí og hefur liðið sótt 4 stig af 6 mögulegum og var Helgi spurður hvað hafi breyst í spilamennsku liðsins. 

„Það hefur kannski ekkert breyst nema bara það að við erum reyna halda í boltann. Ég held að leikmennirnir hafi fyrst og fremst tekið sig saman og viljað gera hlutina betur og við höfum bara stutt á bakið á þeim og það er það sem er að skapa þetta."

Sjáðu allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir