Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   mið 03. ágúst 2022 21:51
Anton Freyr Jónsson
Helgi Sig í viðtali því Óli Jó gaf ekki kost á sér
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Okkur líður öllum mjög vel, þetta var mikilvægur sigur og komin tími á að halda markinu sínu hreinu. Mér fannst við við vinna þetta verðskuldað, smá bras á okkur fyrsta korterið kannski en síðan unnum við okkur vel inn í leikinn. Það var frábært að fá þetta mark í lok fyrri hálfleiks og fara inn í hálfleikinn með jákvæða hluti á bakinu." voru fyrstu viðbrögð Helga Sigurðssonar aðstoðarþjálfara Vals eftir sigurinn á FH í kvöld en Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals gaf ekki kost á sér eftir leik á Hlíðarenda í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 FH

„Við vorum sterkari aðilinn, þeir settu smá pressu á okkur í lokin en mér fannst leikurinn aldrei vera í neinni hættu og menn voru að vinna fyrir hvorn annan og það var það sem skóp þennan sigur."

Helgi Sigurðsson talaði um að það hafi verið mikilvægt að halda hreinu og Frederik Schram átti sína vörslur í leiknum og átti sinn þátt í því að Valur hélt hreinu í kvöld. 

„Hann er búin að standa sig mjög vel síðan hann kom til okkar og var frábær í dag. Allt liðið var að standa sig vel, það voru allir að vinna sem ein liðsheild og þegar við gerum það þá erum við frábært lið og fullt af góðum fótboltamönnum."

Ólafur Jóhannesson tók við af Heimi Guðjónssyni í lok Júlí og hefur liðið sótt 4 stig af 6 mögulegum og var Helgi spurður hvað hafi breyst í spilamennsku liðsins. 

„Það hefur kannski ekkert breyst nema bara það að við erum reyna halda í boltann. Ég held að leikmennirnir hafi fyrst og fremst tekið sig saman og viljað gera hlutina betur og við höfum bara stutt á bakið á þeim og það er það sem er að skapa þetta."

Sjáðu allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir