Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 03. ágúst 2023 01:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það að vilja að barninu manns gangi ekki of vel
Feðgarnir eftir fyrri leikinn
Feðgarnir eftir fyrri leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn var frábær á Parken
Orri Steinn var frábær á Parken
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net eftir 6-3 tap liðsins gegn FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld.

Lestu um leikinn: FCK 6 -  3 Breiðablik

Blikar byrjuðu stórkostlega og náðu inn marki á 10. mínútu er Jason Daði Svanþórsson afgreiddi boltann glæsilega í neti eftir sendingu Olivers Sigurjónssonar.

FCK, sem er besta liðið á norðurlöndunum, tók við sér eftir hálftíma og hrundu Blikar við það, en börðust samt út leikinn og skoruðu tvö mörk í þeim síðari.

„Það gerist þegar við sofum á verðinum og gerum mistök. Við fáum á okkur aukaspyrnu sem þeir nýta og þetta er gömul saga og ný. Á móti í liði í þessum gæðaflokki þá refsa þeir ef þú stígur eitt skref vitlaust til vinstri, gefur feilsendingu og ef þú ert ekki laserfókuseraður. Viktor gerði vel í að brjóta og hann var kominn einn í gegn og voða lítið hægt að segja við því. Svo refsa þeir grimmilega og svo refsa þeir í hvert einasta skiptið sem við stígum vitlaust skref. 4-1 í hálfleik og þá var þetta alltaf að verða ákveðin brekka en ég tek út úr þessum leik að við hættum aldrei og pressuðum og unnum boltann á 86. mínútu. Við fórum aldrei niður og gáfumst upp.“

„Það hefði verið rosalega auðvelt að vorkenna sér í 5-1 að leggjast niður í fósturstellinguna og vorkenna sér. Við gerðum það ekki og spiluðum í fyrra við Istanbul Basaksehir úti og þar áttum við aldrei séns frá fyrstu mínútu. Þeir voru vissulega ekki jafn 'clinical' og FCK og þar sköpuðum við eiginlega engin færi. Í dag sköpuðum við færi og skorum þrjú mörk. Pressuðum þá oft á tíðum mjög vel og sköpum færin en það eru einstaklingsgæðin sem vinna þetta fyrir þá en það er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið í næsta verkefni,“
sagði Óskar við Fótbolta.net.

Hann átti erfitt með að fara í nákvæm smáatriði hvað varð til þess að allt hrundi.

„Ég þyrfti að horfa á þetta aftur og fara í smáatriði. Þegar við erum að reyna að spila er það hluti af því sem við gerum að við getum misst boltann, gert mistök og þér er refsað. Í einhverju markinu töpum við tæklingu, sjötta markinu erum við tveir á móti einum og það er ekkert sverð, hugmyndafræði eða eitthvað sem gerir það að verkum að við verjumst ekki tveir á móti einum. Bara klára manninn en þú getur ekki endilega bent á eitthvað eitt eins og eitthvað í okkar hugmyndafræði hafi tapað þessum leik. Þetta er blanda af mörgu, en það er svolítið þannig að við erum opnari en góðu hófi gegnir á köflum og góð lið geta refsað okkur og það er dýrkeyptara að missa boltann gegn þessu liði en mörgum öðrum.“

„TIl að vera betri í því þarftu að þora að gera það á móti góðu liðunum og þarft að fá á baukinn. Það er alltaf ömurlegt að tapa en finnst við samt getað tekið margt gott úr þessum leik. Aldrei gott að tapa 6-3 en við höfum tekið skref frá því við spiluðum fyrir ári á móti Istanbul. Við erum orðnir betri í flestum þáttum leiksins.“


Orri Steinn, sonur Óskars, skoraði þrennu og lagði upp eitt í leiknum en honum þótti það afar óþægileg og erfið tilfinning að mæta honum. Óskar var samt gríðarlega stoltur af drengnum.

„Nei, ég skal alveg viðurkenna það að það var ekki í okkar plönum að einhver leikmaður FCK myndi skora þrennu á móti okkur. Þetta er mjög skrítin tilfinning og myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það að vilja að barninu manns gangi ekki of vel. Sérstök tilfinning og óþægileg og erfið tilfinning en hann var okkur erfiður í dag, það er ljóst og réðum illa við hann. Eftirá þegar maður setur á sig föðurhatinn þá var þetta frábært fyrir hann og það sem hann hefur unnið að og bara stoltur af honum,“ sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan en hann ræðir næsta mótherja og framhaldið hjá Blikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner