Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   fim 03. ágúst 2023 01:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það að vilja að barninu manns gangi ekki of vel
Feðgarnir eftir fyrri leikinn
Feðgarnir eftir fyrri leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn var frábær á Parken
Orri Steinn var frábær á Parken
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net eftir 6-3 tap liðsins gegn FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld.

Lestu um leikinn: FCK 6 -  3 Breiðablik

Blikar byrjuðu stórkostlega og náðu inn marki á 10. mínútu er Jason Daði Svanþórsson afgreiddi boltann glæsilega í neti eftir sendingu Olivers Sigurjónssonar.

FCK, sem er besta liðið á norðurlöndunum, tók við sér eftir hálftíma og hrundu Blikar við það, en börðust samt út leikinn og skoruðu tvö mörk í þeim síðari.

„Það gerist þegar við sofum á verðinum og gerum mistök. Við fáum á okkur aukaspyrnu sem þeir nýta og þetta er gömul saga og ný. Á móti í liði í þessum gæðaflokki þá refsa þeir ef þú stígur eitt skref vitlaust til vinstri, gefur feilsendingu og ef þú ert ekki laserfókuseraður. Viktor gerði vel í að brjóta og hann var kominn einn í gegn og voða lítið hægt að segja við því. Svo refsa þeir grimmilega og svo refsa þeir í hvert einasta skiptið sem við stígum vitlaust skref. 4-1 í hálfleik og þá var þetta alltaf að verða ákveðin brekka en ég tek út úr þessum leik að við hættum aldrei og pressuðum og unnum boltann á 86. mínútu. Við fórum aldrei niður og gáfumst upp.“

„Það hefði verið rosalega auðvelt að vorkenna sér í 5-1 að leggjast niður í fósturstellinguna og vorkenna sér. Við gerðum það ekki og spiluðum í fyrra við Istanbul Basaksehir úti og þar áttum við aldrei séns frá fyrstu mínútu. Þeir voru vissulega ekki jafn 'clinical' og FCK og þar sköpuðum við eiginlega engin færi. Í dag sköpuðum við færi og skorum þrjú mörk. Pressuðum þá oft á tíðum mjög vel og sköpum færin en það eru einstaklingsgæðin sem vinna þetta fyrir þá en það er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið í næsta verkefni,“
sagði Óskar við Fótbolta.net.

Hann átti erfitt með að fara í nákvæm smáatriði hvað varð til þess að allt hrundi.

„Ég þyrfti að horfa á þetta aftur og fara í smáatriði. Þegar við erum að reyna að spila er það hluti af því sem við gerum að við getum misst boltann, gert mistök og þér er refsað. Í einhverju markinu töpum við tæklingu, sjötta markinu erum við tveir á móti einum og það er ekkert sverð, hugmyndafræði eða eitthvað sem gerir það að verkum að við verjumst ekki tveir á móti einum. Bara klára manninn en þú getur ekki endilega bent á eitthvað eitt eins og eitthvað í okkar hugmyndafræði hafi tapað þessum leik. Þetta er blanda af mörgu, en það er svolítið þannig að við erum opnari en góðu hófi gegnir á köflum og góð lið geta refsað okkur og það er dýrkeyptara að missa boltann gegn þessu liði en mörgum öðrum.“

„TIl að vera betri í því þarftu að þora að gera það á móti góðu liðunum og þarft að fá á baukinn. Það er alltaf ömurlegt að tapa en finnst við samt getað tekið margt gott úr þessum leik. Aldrei gott að tapa 6-3 en við höfum tekið skref frá því við spiluðum fyrir ári á móti Istanbul. Við erum orðnir betri í flestum þáttum leiksins.“


Orri Steinn, sonur Óskars, skoraði þrennu og lagði upp eitt í leiknum en honum þótti það afar óþægileg og erfið tilfinning að mæta honum. Óskar var samt gríðarlega stoltur af drengnum.

„Nei, ég skal alveg viðurkenna það að það var ekki í okkar plönum að einhver leikmaður FCK myndi skora þrennu á móti okkur. Þetta er mjög skrítin tilfinning og myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það að vilja að barninu manns gangi ekki of vel. Sérstök tilfinning og óþægileg og erfið tilfinning en hann var okkur erfiður í dag, það er ljóst og réðum illa við hann. Eftirá þegar maður setur á sig föðurhatinn þá var þetta frábært fyrir hann og það sem hann hefur unnið að og bara stoltur af honum,“ sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan en hann ræðir næsta mótherja og framhaldið hjá Blikum.
Athugasemdir
banner